Ég hef talað um það áður að Oliver hefur greinilega erft handlagnina frá ömmum sínum og öfum. Hann gaf okkur þessa snilldar melónu í jólagjöf og er hún bæði vel gerð og hagnýt þar sem þetta er “rakapúði” sem á að draga í sig rakann í bílnum og á að vera staðsett við framrúðuna segir…
Category: fjölskyldan
359/365
kominn sá tími þar sem Oliver er orðinn það stór að hann þarf að læra ákveðna hluti. Nú keypti ég “alvöru” hálsbindi handa honum fyrir jólin – Leifur tók sig til og kenndi honum að binda sjálfur bindishnút 🙂
356/365
Ása Júlía er búin að vera að suða síðustu daga að prufa að hafa möndlugraut um jólin. Ég ákvað að láta það eftir henni og græja graut í hádegismat á morgun. þar sem hann er hvorteð er kaldur þá ákvað ég að sjóða grjónin bara í kvöld og eiga þá bara eftir að þeyta rjóma…
354/365
Með smá sorg í hjarta keyrðum við þennan mola í förgun hjá Hringrás í dag. Foreldrar Leifs keyptu hann rétt eftir aldamótin sem “krakkabíl” og hefur hann gengið á milli krakkanna nú í tæplega 20 ár. Við tókum þá ákvörðun fyrr í haust að leggja ekki meiri pening í viðgerðir og komið að nokkrum núna….
351/365
Aumingja Sigurborg mín fékk “rassaþotu” í augabrúnina í dag og er að bólgna alveg rosalega upp og blána. Sé fram á að barnið verði með glöðurauga á aðfangadag! Vonandi samt ekki!
350/365
seinheppin ég? Aldrei… þetta er samt bara smotterí 😉 Mér tókst að fljúga á hausinn í vinnunni fyrir rúmri viku. Sit enn uppi með þennan fagurlita marblett og brenglað hné þar sem ég datt beint á hnéið með fullum þunga. Get varla stigið í fótinn án þess að verkja þannig að eftir smá spjall og…
349/365
Skólakórinn (4-5bekkur) var með uppsetningu á söngleiknum “Annie” núna fyrir jólin og var Ása Júlía auðvitað þátttakandi þar 🙂 Við fengum að koma á “generalprufu” í dag en leikritið verður sýnt næstu daga fyrir aðra nemendur skólans. Ása Júlía stóð sig vel sem Lilly, kærasta bróður “frú Hermínu” sem tók þátt í að reyna að…
348/365
Í ár ákvað nýlegastofnað starfsmannafélag heilsugæslunnar að kjörið væri að halda jólaball! Óhætt er að segja að þessi hugmynd hafi gjörsamlega slegið í gegn enda þurfti að færa jólaballið 2x þar sem aðsóknin var svo mikil! Ég mætti að sjálfsögðu með krakkana mína – meiraðsegja Oliver mætti þrátt fyrir að þykjast vera full stór fyrir…