Við fórum í sumarbústað með systkinum Leifs og co um daginn… Áttum ferlega notalega helgi í Vaðnesi. Það var mikið hlegið, étið, spilað og prjónað og auðvitað kjaftað slatta líka 😉 Tobbi sýndi sína einstöku hæfileika í hamborgaragerð og sá til þess að allir voru við það að springa af ofáti eftir 1 eða tæplega…
Category: fjölskyldan
svínasprauta
við mæðginin fórum í þessa alræmdu sprautu í gær… get ekki hugsað mér að fá þetta í annað hvort barnið og skv sumum aðilum í heilbr.geiranum þá fá krílin víst eitthvað af þessu mótefni í kroppinn sinn í gegnum brjóstamjólkina. Oliver er náttrúlega innanum trilljón krakka á hverjum degi sem öll naga dót og hósta…
heppni
Ég er voðalega gjörn á að taka þátt í ýmsum leikjum sem ég dett niður á á netinu. Stundum er ég heppin 😉 ég hef m.a. unnið flugmiða á plúsnum, tonn og hálft af bíómiðum og þessháttar smádóti og það nýjasta stór poki af allskonar barnadóti 🙂 Er ferlega ánægð með þennan vinning – fékk…
Oliver og Ása Júlía
Söngvaseiður
Er með ákveðna tóna sönglandi í hausnum á mér aftur og aftur… nei það er ekki do re mí söngurinn eða “the hills are alive…” heldur jóðlið! Ég fór semsagt á Söngvaseið áðan með mömmu & pabba. Verð að viðurkenna að ég verð alltaf hrifnari og hrifnari af Valgerði sem söng&leikkonu- það er eitthvað við hana sem hrífur…
táslur
Skírn Ásu Júlíu
Daman var skírð um síðustu helgi og við fengum Gunnar til að vera “sérlegan hirðljósmyndara” :camera: *haha* 🙂 Setti eitthvað af myndunum úr skírninni og veislunni inn á Flickr síðuna okkar, smellið bara á myndina til að sjá myndirnar 😀
Fjölskylduhelgin mikla…
Það má segja að þessi helgi hafi verið annsi góð í ræktun stórfjölskyldutengslanna. Á föstudaginn var sannkölluð Gleðistund í gangi um kvöldið þar sem barnabörn og barnabarnabörn Þuru ömmu og Steina afa hittust og áttu virkilega góðan tíma saman. Þetta er í 2 sinn sem við hittumst svona “án foreldra” og ég vona að þetta…