Það er eitthvað við það að baka pönnslur í kaffitímanum sem mér finnst ferlega sunnudags! ég er ekki alin upp við það að þær séu gerðar á neinum sérstökum tíma samt þannig að þetta er ekki eitthvað svona æskutengt. Svo skemmdi það svo innilega ekki að eiga splunku nýtt krækiberjahlaup upp í skáp, já og…
Category: fjölskyldan
Fiskidagurinn mikli á Dalvík
Við skelltum okkur á Fiskidaginn mikla á Dalvík helgina 6-9 ágúst þar sem við áttum vísan aðgang að þessu líka fína stofugólfi hjá Sigurborgu & Tobba. Fullt af fólki (og að mér skildist átti ég að eiga þess kost að hitta fullt af ættingjum þarna en fann bara Vífil & Jónínu + krakkana og Öglu…
Portúgal
Við fjölskyldan skelltum okkur í 2 vikna frí til Portúgal í byrjun mánaðarins á vegum Plúsferða, eitthvað sem þeir kjósa að kalla “Sólarlottó” þannig að við vissum bara að við værum að fara á svæði í Algarve sem héti “Praia da Rocha”. Í ljós kom ca 3 dögum fyrir brottför að við fengum þessa fínu…
Sumarbústaðarferð
Við skelltum okkur í sumarbústað í síðustu viku ásamt tengdó í Svignaskarð. Reyndar mættu þau á föstudeginum og við á laugardeginum 🙂 Einnig voru Gunnar & Eva, Hrafn Ingi og Sigurborg & Tobbi á staðnum að einhverju leiti yfir helgina. Þessi tími var vel nýttur enda mikið borðað, spjallað, hlegið og krækiberjalyngin í kringum bústaðin voru…
smá skrepp…
Við kíktum í smá svona “sunnudagsbíltúr” á laugardaginn. Skelltum okkur í Fljótshlíðina eins og allir hinir! Lögðum reyndar ekki af stað úr bænum fyrr en rúmlega 4 enda langaði okkur að sjá dýrðina í ljósaskiptunum og í rökkri. Þetta var svakalega falleg sjón, alveg óhætt að fullyrða það. Við keyrðum inn Fljótshlíðina eftir svokallaðri “Emstruleið”…
afmæli Bjargar frænku
Við skelltum okkur í Ólafsvíkina síðasta laugardag. Björg frænka bauð í svaka veislu í tilefni 75 ára afmælisins síns 🙂 Það er alltaf jafn notaleg tilfinning að keyra inn í litla bæjinn… samt alltaf jafn skrítin tilfinning hversu ört þeim fer fækkandi sem maður þekkir þarna 😉 Þetta mun hafa verið fyrsta Ólafsvíkurferð / Snæfellsnessferð Ásu…
spilerí
Sigurborg og Tobbi boðuðu til spilakvölds í Skerjafirðinum í gær. Spil kvöldsins var ekkert annað en Alias sem Tobba hafði áskotnast stuttu áður 😉 Liðin voru 2, ákveðið var að hafa það systkini vs makar þannig að liðaskiptin voru svona: Leifur, Gunnar & Sigurborg VS Dagný, Eva & Tobbi Við skemmtum okkur stórvel og…
stelpupartý
Guðmunda frænka hélt upp á útskrift sína úr Viðurkenndur Bókari frá HR í gærkvöldi. Svaka stuð hjá henni þar sem mikið var hlegið, spjallað og spáð… Hún tók þann pólinn á þetta að bjóða bara stelpum í partý þannig að stelpulætin voru alsráðandi enda stelpur á ÖLLUM aldri mættar á svæðið, m.a.s. ein sem kúrir…