Pabbi átti afmæli í síðustu viku… náði þeim merka aldri að verða eiginlega miklu meira en hundgamall samkvæmt syni mínum. Til hamingju með daginn pabbi minn 🙂
Category: fjölskyldan
breytingar…
Loksins drifum við það af að koma Koju inn í krakka herbergið. Ótrúlegt hvernig herbergið breytist við það að færa húsgögnin aðeins til og að taka rimlarúmið út 🙂 Klikkuðum reyndar á 1 smá pínu ponsu litlu atriði sem varð til þess að Ásu skott kúrir á dýnu á gólfinu inni í herbergi *haha* en…
Þúfukot
Við kíktum í bústað um helgina.. fengum Þúfukot lánað hjá SFR enda er það svona hæfilega langt frá báðum stöðum.. þ.e. Leifur var um klst að keyra þangað ofan af Búðarhálsi en við aðeins lengur (hefðum sennilegast verið á svipuðu róli ef færðin hefði verið betri..). Þetta er virkilega notalegur lítill bústaður, pallurinn er pottþétt…
alveg eins og pabbi…
Leifur bað mig um að prjóna á sig grifflur úr lopa núna nokkru fyrir jól og gerði ég það eftir uppskrift frá Álafoss sem heitir “Vermir” nema að ég sleppti “belgnum” sem hægt var að fara í eða hafa lausan á handabakinu. Í kringum jólin gerði ég svo annað par á Leif og í þetta…
Laufabrauð
Við hittumst öll stórfamilían hans Leifs heima hjá Guðrúnu og Viðari í F14 þann 10.des. Laufabrauð var skorið, smákökur borðaðar og þegar síðasta kakan hafði verið steikt var hafist handa við að hrissta fram úr annarri þetta líka fína samskots jólahlaðborð. Krakkarnir vildu bæði endilega prufa að skera út, Oliver sýndi meistara takta á meðan…
bakstur
Okkur krökkunum finnst voða gaman að baka og eru þau dugleg að hjálpa til við allt heila klabbið. Mesta fjörið er samt auðvitað að fá að skreyta og þá sérstaklega ef við gerum cupcakes, verst að við erum ekki eins dugleg að borða afraksturinn og dreg ég því frekar úr bakstri heldur en hitt ennnnnnnn…
Stella
Ég fylgdi Stellu frænku til grafar í gær. Lítil og látlaus athöfn fyrir þennan stóra hóp sem þessi litla kona átti.
Landmannalaugar
Fjölskyldan fór ásamt hressum og skemmtilegum starfsmönnum Hnit & Samsýnar í Landmannalaugar um helgina. Mikið ævintýri að fara svona ferð með rútu – amk að mati krakkanna 🙂 Haldið var af stað á föstudag frá Miðbæ strax eftir vinnu kl 16 og komum við í hús svona um kl 20 í svona líka grenjandi rigningu…