Tók smá skyndiákvörðun í hádeginu… Við Oliver spjölluðum aðeins við Leif og ákveðið var að ég og krakkarnir myndum skella okkur austur þar sem Leifur var að fara á kvöldvakt og þyrfti þ.a.l. ekki að stelast til að eyða smá tíma með okkur. Við vorum reyndar óvenjulengi að keyra Skeiðarnar… afhverju? jú það voru mörg…
Category: fjölskyldan
Yndislegust
Opiðhús í Borgarleikhúsinu
Við kíktum á opið hús í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi… síðan þá hafa krakkarnir varla talað um annað en sjóræningja og garrrKall í OZ. Þau tóku þátt í leik þar sem við gengum um leikhúsið og leituðum að númerum sem búið var að festa á veggina. Undir hverju númeri var svo gáta sem þurfti að…
Hveitibrauðsdagarnir…
Á sunnudeginum eftir brúðkaupið skelltum við okkur í sumarbústað í Öndverðarnesi og áttum þar yndislegan tíma. Krakkarnir voru duglegir við að fara út og gott ef þau hafi ekki hreinlega hreinsað allflest berjalyngin á svæðinu enda var úr nægu að velja. Bláber, Krækiber, Hrútaber og Jarðaber.. allt bara með því að hoppa í skó og…
Brúðkaup
Dagurinn rann upp 🙂 Við tókum morgninum annsi rólega og nutum þess að kúra aðeins með krökkunum og kíkja á barnatímann í sjónvarpinu. Rúmlega 11 var kominn tími til að nálgast brúðarvöndinn, barmblómin og kransinn hennar Ásu Júlíu. Ég hafði pantað þetta í Blómaval nokkru áður og var rosalega ánægð með útkomuna, en brot af…
Afmæliskökugerð…
Ég var nokkurnvegin ein í gerð afmæliskökunnar hennar Ásu Júlíu í ár… eða Leifur hjálpaði mér að gera skrautið sem var gert þarna þónokkru áður. Kakan byrjaði semsagt svona… Fannst þetta eiginlega vera eins og ómálaður strigi, frekar fyndin tilhugsun. En það varði ekki lengi því næsta skref var að dæla smá matarlit í kremið…
Nú ertu þriggja ára
Elsku litla Ásuskottið okkar er 3 ára í dag – ótrúlegt alveg hreint! Ég rakst á þetta lag “nú ertu þriggja ára” um daginn og það er ótrúlegt hvað það á vel við litla skottið 🙂 Nú ertu þriggja ára elsku ljúfan mín, úr augum björtum sakleysið þitt skín. Svo létt og frjáls sem fuglinn,…
Skyndiákvörðun – Húsafell
Við skelltum okkur í útilegu með Sigurborgu, Tobba, Ingibjörgu og vinafólki þeirra, Hrefnu, Ingvari og Jökli Mána. Förinni var heitið í Húsafell og fundum við yndislegt rjóður og héldum þar okkar eigin litlu útihátíð. Skemmtum okkur konunglega og ekki var leiðinlegur félagsskapurinn. Krökkunum fannst þetta æðislegt og vonandi náum við fleiri tjaldferðum næsta sumar. Það…