Undirbúningur og flutningarnir sjálfir í símamyndum… Kassar hér og kassar þar… kassar allstaðar Oliver passaði upp á að við pökkuðum ekki dótinu hans of snemma niður… Krakkarnir kvörtuðu sáran undan því að myndirnar af fjölskylduveggnum væru farnar… Ein af síðustu “kassaferðunum” í K48 … nóg af dóti og drasli komið í bílskúrinn á sunnudeginum (03.03.13) Oliver…
Category: fjölskyldan
Kaupsamningar ..
hin raddlausa ég og Leifur mættum í Remax kl 1330 í dag og hittum þar fasteignasalann og kaupandann að H14 skiptumst á nokkrum undiskriftum, brosum, handatökum og kurteisiskveðjum rétt áður en við hittum fólkið sem er að selja okkur K48 og endurtókum þar leikinn 🙂 Ég held barasta að ég hafi aldrei skrifað nafnið mitt…
6 mánuðir liðnir frá einum af bestu dögum lífs míns :-)
Ekki leiðinlegt að fá svona í morgunsárið…
sumir dagar eru bara svona….
Öskudagur
við sendum litla senoritu og lítill lögreglumann í leikskólann í morgun… þau voru bæði alsæl og spennt yfir öskudagsballi og pylsupartýi sem eru á dagskránni í leikskólanum. Einnig skilst mér að skólahópur hafi útbúið “tunnu” til að hægt sé að slá köttinn úr tunninni í salnum. Hlakka til að taka á móti þeim seinnipartinn 🙂
Bollabollabolla
Við tókum smá forskot á bolludaginn í dag 🙂 Persónulega þá finnst mér lítið varið í þessar hefðbundnu bakarísbollur… reyndar þá vil ég bara smjör og ost á nýbakaðar gerbollur. Þessvegna baka ég bara einfalda uppskrift af vatnsdeigsbollum og njótum við þess 🙂 Ég fékk uppskrift frá mömmu fyrir mörgum árum sem ég nota alltaf……
fæ ekki nóg..
mér finnst mexíkönsk kjúlingasúpa ákaflega góð.. amk my way en ég veit að fólki finnst þær æði misjafnar 🙂 Það er líka bara svo gaman þegar gomarnir segja “nammi namm þetta er sko gott, má ég fá meira?!” ekki það að það er ekki oft sem þau vilja ekki borða…