Krakkarnir fóru út í kuldann að leika áðan með sleðana sem þau fengu í jólagjöf. Mér varð hálf kalt að sjá þau þegar þau komu inn svona frískleg og rjóð í kinnum. Til að fá smá hita í kroppinn og næringu var fullkomið að skella nokkrum smápizzum í ofninn. Þær eru nokkuð góðar og krakkarnir…
Category: fjölskyldan
spáð og spegúlerað
Ég er búin að vera svolítið leið yfir vanvirkni minni hérna, bæði í sýnilegum og ekki svo sýnilegum færslum (set oft færslur hérna sem eru prívat bara fyrir mig). Langar að reyna að taka mig á á nýju ári. Þetta er svo þægilegt form til að kíkja í til að skoða árið, tja þetta og…
Þvílíkt ríkidæmi…
Piparkökur & piparkökuhús
Snemma í mánuðinum hittum við Sigurborgu og Ingibjörgu hérna í Kambaselinu og bökuðum piparkökuhús. Eða réttara sagt Leifur og Sigurborg skáru út piparkökuhús og skreyttu með krökkunum Þau skemmtu sér öll konunglega við að skreyta húsin og voru krakkarnir alveg í essinu sínu að föndra við þetta. Ég hafði búið til svo margfalda uppskrift þar…
Góss úr eldhúsi ömmu Þuru
Ég hef oft verið á leiðinni að kaupa bökuform með lausum botni… er alltaf að sjá fleiri og fleiri girnilegar uppskriftir af matarbökum. Var að tala um þetta við mömmu einhverntíman fyrir jól og hvað kom í ljós… jú amma Þura var síbakandi og nokku öruggt að hún hefði átt eitthvað svona dótarí. Þar sem…
Jólagjöf
Gleðileg jól
Í ár héldum við okkar fyrstu jól í Kambaselinu… jafnframt voru þetta okkar fyrstu jól sem við héldum á okkar heimili. Mamma og pabbi voru hjá okkur í mat eða réttarasagt mamma kom og sá um að elda hamborgarhryggin í eldhúsinu hér, við höfðum ætlað að hjálpast að en vegna veikinda hjá mér þá var…
Tangagötujólaboð
Jólaboð afkomenda Tangagötuhjónanna var með aðeins breyttu sniði í ár. Venjulega hittumst við og skerum út laufabrauð á aðventunni og borðum svo saman góðan mat en í ár gerði hver fjölskylda fyrir sig þannig að jólaboðið var bara allsherjarjólaboð 🙂 Í ár fengum við lánaðan lítinn sal í húsinu sem Guðrún og Viðar búa í…