Við fengum heimsókn í dag frá yndislegri frænku sem við hittum alltof sjaldan… ég fékk símtal þar sem mér var tilkynnt að búið væri að stefna foreldrum mínum til mín og að frænka ætlaði að bjóða í kaffi hjá mér *haha* Bara gaman að svona óvæntum heimsóknum. Lára María kom með þessa dásamlegu köku með…
Category: fjölskyldan
ekki handavinna…
Jæja… ekki handavinnufærsla? skal reyna! Annars þá er lítið í gangi í kringum okkur þessa dagana. Oliver er á fullu í skólanum og fótbolta, reyndar var svokallaður “opinn dagur” í skólanum í gær og fengum við Sigurborg að koma í heimsókn í skólann og fékk Oliver svo að hætta snemma. Fullt af sniðugu dóti í…
Göngutúr yfir í Kópavoginn
Við skelltum okkur í göngutúr í dag. Ákváðum að mæla með hjálp endomondo hversu langt það væri frá okkur yfir í Blásalina þangað sem Eva Hlín & Freyr eru að flytja núna á næstu dögum. Stór hluti leiðarinnar var á þessum flotta auða og fína göngustíg en allar aðrar gangstéttir sem og stígar voru þakin ís…
Svooo kósí
Mömmu og pabba áskotnaðist forláta gæruskinns kerrupoki fyrir mörgum árum (eftir að ég var vaxin upp úr svona nokk samt). Mörg kríli í fjölskyldnni hafa fengið að njóta hans og þegar Oliver fæddist var það auðvitað gefið mál að hann kæmi til okkar 😉 semsagt Oliver, Ása Júlía og núna Sigurborg Ásta hafa kúrt í…
Kleinur
Við mæðgurnar skelltum okkur til ömmu og afa í dag í þeim tilgangi að plata ömmu til að baka með okkur Kleinur! Langt síðan við höfum fengið alvöru almennilegar kleinur og var Ása Júlía alveg með það á tæru að hún ætlaði sko að borða þær allar líka 😉 Mamma var reyndar nokkurnvegin tilbúin með…
Á Fabrikkunni
við fórum ásamt tengdó og Gunnari & Evu og strákunum út að borða í kvöld í tilefni afmælis Skúla á morgun. Voða sport hjá krökkunum að fá að velja sér hvað sem þau vildu af matseðlinum – eða svona allt að því. Við héldum okkur öll við hamborgara enda stödd á Hamborgarafabrikkunni 🙂 Mismatarmiklir borgarar…
10 ár
3 börnum, brúðkaupi, 2 fasteignum, fullt af ferðalögum og ævintýrum síðar 🙂
Gleði eða sorg
Að kvöldi 22 des fór ég að finna fyrir eymslum í vinstra brjósti. Það var eins og ég væri með risa marblett inní brjóstinu. Þetta varð bara aumara og aumara og hreinlega sárt við hverja hreyfingu. Ég ákvað eiginlega strax að láta Sigurborgu Ástu liggja meira á þessu brjósti og láta hökuna snúa að aumablettinum…