Okkur var boðið í fermingarveisluna hennar Helgu Bjargar í Nauthóli í dag. Fallegur salur með glæsilegu brönsh hlaðborði. Á hlaðborðinu var að finna alveg fullkomlega þroskaða djúsí gula melónu og fékk Sigurborg Ásta að smakka smá eða það átti að vera smá… sú stutta varð bara reið þegar bitinn var tekinn frá henni, þetta var…
Category: fjölskyldan
Þessi 3 yndi
Yndislegu ungarnir mínir í fallegu “Línu Langsokk” peysunum frá Hönnu frænku í Svíþjóð
5 mánaða!!
afaafmæli
pabbi átti afmæli í dag og kíktum við í mat og meðþví í tilefni þess í Birtingaholtið. Ásu Júlíu fannst reyndar ferlega skrítið að afar ættu afmæli yfir höfuð… “afar eiga ekki að eiga afmæli” heyrðist úr aftursætinu þegar við vorum á leiðinni vestureftir. Til lukku með daginn þinn pabbi minn
Lappaveisla!
Ég og krakkarnir skelltum okkur í Borgarnes í dag í hina árlegu Lappaveislu hjá Jónínu og Vífli. Virkilega skemmtileg hefð sem við reynum að mæta í á hverju ári. Alltaf gaman að hitta ættingjana og hitta líka Ólsarana svona á nokkurnveginn miðri leið. Sigurborg Ásta var að hitta nokkra í fyrsta sinn og náði auðvitað…
Montfærsla
Fyrir umþað bil mánuði síðan heklaði ég húfu á Sigurborgu Ástu… átti reyndar alltaf eftir að setja færslu hingað inn um hana en það var reyndar bara vegna skorts á myndum. Ég slæ því 2 flugur í einu höggi í þessum pósti 😉 Sara vinkona heklaði svo dásamlega fallega dökk rauða silkihúfu á Sigurborgu Ástu…
Breiðholtsvillingar í heilt ár
Í dag er komið heilt ár frá því að við fengum Kambaselið afhent 🙂 Við erum búin að aðlagast nokkuð vel hérna í efri byggðum, mér finnst samt ferlega skrítið að vera svona í hinum enda borgarinnar og finnst alltaf jafn skrítið að beygja ekki inn Háaleitisbrautina þegar ég er á heimleið en það venst…
Tröllabollur á bolludag
Við tókum forskot á sæluna og skelltum í bollur í dag enda er bolludagurinn á morgun. Einhver hlaut að detta í kaffi enda var ég aðeins utanvið mig þegar ég ætlaði að setja örlítið lyftiduft þannig að útkoman varð Tröllavatnsdeigsbollur. Krökkunum fannst það reyndar ekkert leiðinlegt 🙂 Ég hafði rétt fyrir mér þar sem tengdó…