Oliver tók þátt í fótboltamóti á vegum ÍR í dag og reyndar er eiginlega hægt að segja að ég hafi gert það líka þar sem ég bakaði þónokkurnslatta af skinkuhornum fyrir mótið og var svo í að taka til eftir það. Eftir tvö ár þar sem sumardagurinn fyrsti er hertekinn af þessu móti verður það…
Category: fjölskyldan
Hvvvaaaaarrr er Ása Júlía??
Ása Júlía tók þátt í verkefni sem heitir “Ég fæddist í landi sem lifir” á Barnamenningarhátíð 2015 ásamt félögum sínum á leikskólanum í Hörpunni í dag. Þetta var svoooooooo flott hjá þessum elskum. Þau sungu eins og englar og þvílíkur kraftur í þeim þegar þau sungu erindið um Eldin í Þúsaldarljóðinu. Gæsahúð fyrir allan pakkann….
Páskar….
ó hið ljúfa páskafrí – alveg yndislegur tími þrátt fyrir ekkert spes veður. Ýmislegt var brallað hérna hjá okkur í Kambaselinu. Leifur (ásamt fleirum) sá um páskaeggjaleit í Laugardalnum á vegum Hverfafélags X-D í Háaleiti og Laugardal og mættum við að sjálfsögðu þangað og krakkarnir þræddu nánasta umhverfi þvottalauganna í leit að litríkum eggjum til að…
Vííí
Smá pásk
Páskaföndur okkar Olivers frá því í fyrra. Oliver hafði séð gamalt perl frá Sigurborgu frænku sinni og langaði að gera eins. Úr varð að tengdó tók mynd af því og sendi okkur í tölvunni svo að Oliver gat gert eins. Þykir afskaplega vænt um þetta.
yndin mín
Loksins ekki rok/rigning/slagveður!!!
Loksins var ekki leiðindarveður, færðin ekkert til að hrópa húrra yfir en hvað með það! maður gat farið út að leika eða labba og það birti til í hjartanu og alles! Ég og Sigurborg Ásta löbbuðum amk úr í Krónu og nutum þess að fara út. Hún að vísu í þeim tilgangi að leggja sig í vagninum en það breytti…