Suma daga er bara meira að gera en aðra… í dag var nákvæmlega þannig dagur. Oliver fór bæði á sundmót og á fótboltamót (Í KEFLAVÍK), Ása Júlía í dans og Leifur þurfti að vinna. Úr varð að við fórum öll á sundmótið en svo ég, Sigurborg Ásta og Olli á sundmótið en Leifur með Ásu…
Category: fjölskyldan
Fallegi drengurinn minn
Vetrarfrí
Eins og svo margir aðrir voru krakkarnir í Vetrarfríi núna um helgina, þ.e. Oliver og Ása Júlia – ekki alveg búið að innleiða þetta í leikskólum landsins enþá… Þegar dagatalið var birt á heimasíðu Seljaskóla var ég snögg til og bókaði bústað í Húsafelli yfir vetrarfríið og meldaði sjálfa mig í frí þessa daga. Ég…
Sölumaður í vörudreifingu… átt þú pöntun hjá honum?
Kókoskúlugerðarmeistarar
Oliver gerði kókoskúlur í skólanum í vikunni og vildi endilega sýna mér hvernig þær væru gerðar. Litli snillingurinn gerði allt saman sjálfur (að undanskildu því að taka til hráefnin og áhöldin). Hann fékk Ásu Júlíu svo til þess að hjálpa sér að útbúa kúlurnar og ég fékk það hlutverk að setja kókos á sumar. Litla…
Skátakynning við Andapollinn
Við kíktum á kynningu á skátafélaginu Segull niðri við Andapoll fyrr í dag 🙂 Krökkunum fannst þetta virkilega spennandi og bara gaman að fá að grilla pylsu yfir eldi og sykurpúða sem þau fengu eftir að hafa leyst nokkrar þrautir.
Í berjamó
Við kíktum í berjamó í dag… Við fengum Hrafn Inga lánaðan og fórum á staðinn okkar 😉 Fundum alveg FULLT af berjum en hinsvegar var svo svakalega hvasst og kalt að við entumst ekki lengi …Þrátt fyrir þennan kulda þá náðu Oliver og Hrafn Ingi að fylla 1L ísbox á met hraða 🙂 Sigurborg greyjið var…
3 ár
Það eru komin heil 3 ár frá því að við sögðum JÁin okkar við altarið í yndislegri athöfn í Dómkirkjunni. Mér skilst að það sé Leðurbrúðkaup… ég held að við sleppum samt leðurdressunum í dag 😉 Við ákváðum hinsvegar að skella í djúsí piparsteik með góðu rauðvíni og svo frv.. alveg dásamleg máltíð.