Stelpurnar eru afskaplega hrifnar af nýjum þáttum sem heita Cobra Kai og eru í raun sjálfstætt framhald af gömlu Karate Kid myndunum enda eru Daniel Larusso (upprunalegi karate kid) og Johnny Lawrence (vondi gæjinn) meðal aðal sögupersónanna í þáttunum. Við vorum að reyna að velja hvað ætti að horfa á og útkoman varð þessi
Category: fjölskyldan
Hjartastopp
Síðustu rúma vikuna hefur pabbi dvalið í góðu yfirlæti á Hjartadeild LSH á Hringbraut og verður þar eitthvað aðeins áfram.
mamma, getum við haft hræðilegan mat á hrekkjavökunni?
Ása Júlía spurði mig hvort við gætum ekki haft hræðilegan mat í kvöldmatinn fyrst það væri hrekkjavaka? mitt svar “Hvað segirðu um blóð…mör?”
8 ár 🥂
8 ár frá þessum dásemdar degi <3 Time flies when you are having fun
Nesti
Oliver er frekar fyndinn einstaklingur. Allt frá því að hann var bara smá pjakkur, ný farinn að labba, þá var hann þegar farinn að uppgötva þá gullmola sem garðurinn hjá foreldrum mínum hefur upp á að bjóða. Rifsber, sólber, stikkilsber, jarðaber, rabarbara og ef við erum í stuði að vori þá leynast þar líka gulrætur…
Eiðar 2020
Við erum búin að eiga yndislega viku að Eiðum rétt fyrir utan Egilsstaði. Brölluðum ýmislegt á þessari viku, fórum meðal annars í göngu upp að Fardagafossi á afmælisdaginn minn. Oliver gerði nær daglega tilraun til þess að draga eitthvað upp úr Eiðavatni en því miður þá var það eina sem hann veiddi spúna frá öðrum sem gert…
Heiðmerkurrölt
Okkur finnst afskaplega þægilegt að rölta um í Heiðmörkinni, fullt af fallegum leiðum sem hægt er að ganga, hvort sem við ætlum að gefa okkur góðan tíma og skoða alla króka og kima, klifra í trjám og stoppa á sniðugum leiksvæðum eða bara njóta náttrúrunnar.
Leikhópurinn Lotta
Við mæðgur fórum á sýningu hjá Lottu í dag og skemmtum okkur stórvel að vanda á sýningunni Bakkabræður og stelpurnar sungu hástöfum með lögunum enda búnar að læra þau utanaf eftir að hafa hlustað á ævintýrið í Lottuappinu. Þó við höfum ekki fengið að kíkja baksviðs eins og vanalega þá fengum við að smella nokkrum…