Sigurborg Ásta er orðin svo stór! Hún var ólm í að hjálpa mér þegar ég tók upp nokkra rabarbara í garðinum hjá foreldrum mínum fyrr í dag. Þessi mynd minnir mig reyndar á rúmlega ársgamla mynd af Ásu Júlíu í svipuðum aðstæðum eins og sjá má :love:
Category: fjölskyldan
Versló í Geðbót
Við ákváðum að skreppa í bíltúr í Landssveitina á laugardeginum og eftir smá spjall við Geðbótaríbúa breyttist þetta í helgarferð 😉 Áttum alveg dásamlegan tíma í snilldar veðri með vinafólki okkar og þeirra afleggjurum þar sem potturinn var velnýttur, trampolínið var úthoppað, grasið traðkað af litlum táslum á eftir bolta, sögur sagðar og frábær matur…
31km
Oliver ákvað snemma í vor að við myndum fara í álíka hjólatúr í ár og í fyrra. Núna kæmi Ása Júlía með okkur 😉 og hann yrði líka lengri þar sem við myndum byrja heima í Kambaselinu en ekki við eitthvað verkstæði í Dugguvoginum. Þar sem Leifur var búin að fá Stálmenn í framkvæmdir heima…
á Suðurleið – ferðasaga partur 8
Við lögðum af stað rétt eftir hádegið frá Siglufirði. Ákváðum að fara nýja leið sem Maggi og Elsa bentu okkur á og keyrðum yfir Þverárfjallsveg sem skv þeim er eitthvað styttri en “gamla leiðin”. Ákváðum að stoppa þar í smá picknick við eyðibýli sem heitir Illugastaðir. Fallegt bæjarstæði aðeins upp í brekku með litlum læk…
Sigló – ferðasaga partur 7
Við vorum svo heppin að Maggi & Elsa buðu okkur að gista hjá sér á Sigló í nótt þannig að við gátum tekið gærdaginn aðeins rólegar en við hefðum annars gert. Systir Elsu á ættaróðal fjölskyldunnar á Sigló og ætluðu að eyða viku þar (inn á milli AirBnB liðsins ;-)). Komum í hús eftir að…
á Norðurleið… ferðasaga partur 6
Eftir methraða í þrifum og frágangi kvöddum við bústaðinn rétt fyrir hádegið í dag og héldum af stað heim… planið er samt ekki að fara alveg beinustuleiðina heim heldur ætlum við að skella okkur Norðurleiðina, stoppa á nokkrum “túristastöðum” og gista á Sigló hjá Magga & Elsu í nótt áður en við höldum áfram til…
ýmislegt brallað – ferðasaga partur 5
Við skelltum okkur í smá rölt um nágrenni bústaðsins og krakkarnir voru alveg á því að það væri hellingur af berjum þarna – jújú þau fundu nokkur sem voru orðin blá/svört en þau hefðu mátt verða aðeins þroskaðri til þess að verða sætari og safaríkari. Það er eitthvað við umhverfið þarna sem er heillandi, stutt…
Veiði í Eiðavatni – ferðasaga partur 4
Við ákváðum að nýta réttindin sem fylgdu bústaðnum til að veiða í Eiðavatni í dag 😉 Ása Júlía hefur aldrei áður farið að veiða en Olli hefur farið ca 2x með Magga afa niðrá höfn og á Þingvelli að veiða. Við urðum lítið vör við fisk við bryggjuna þannig að Leifur ákvað að fara með…