Ása Júlía kom til mín nýlega og spurði, hvenær ætlum við eiginlega að baka kleinur aftur með ömmu?! ég held að það sé meira en ár síðan við fórum í slíka framkvæmd síðst… En ef þetta er ekki ástæða til þess að taka upp símann og panta kleinubakstur í Birtingaholtinu þá veit ég ekki hvað……
Category: fjölskyldan
á leið í partý
Hrafn Ingi bauð systkinunum í árlegt hrekkjavökupartý í dag/kvöld. Það kom ekkert annað til greina en að fara “ljót” út úr húsi og með nóg af blóði! Olli nýtti búninginn frá í fyrra en Ása var stórslösuð vampíru lögga eða eitthvað í þá áttina…
Vetrarfrí í Vaðnesi
Við eyddum haustvetrarfríinu í kósíheitum í bústað í Vaðnesinu í ár. Notalegur tími sem var að mestu varið innandyra við spil, lestur, teikningar, kvikmyndaáhorf og spjall þar sem veðurguðirnir voru ekkert í ofsalega góðu skapi. Heiti potturinn var jú notaður daglega og rúmlega það 😉 Kíktum líka í göngutúra milli skúra um nágrennið og sprelluðum…
Bangsaspítalinn!
þessar yndissystur
Ég fór með krökkunum niður í Elliðárdal fyrr í dag með það í huga að smella nokkrum myndum af þeim. Það tókst svona lala en ég náði svona fallegum myndum af systrunum á símann (sem var ekki planið því stóri hlunkurinn var með í för). Þær eru báðar í Eivor peysunum sínum en auðvitað sést…
Prjón: ÍRingurinn
Olla var farið að vanta nýja peysu í sumar og þegar ég spurði hann hvernig peysu hann vildi þá var fysta beiðnin græn með skriðdrekum á? ehh æj veistu mig langar ekki að gera skriðdreka á peysu fyrir 9 ára gutta… Eftir fótboltamót á Selfossi fyrripart sumars kom frá honum að hann væri til í…
Ganga á Mosfell
Uppfull af orku eftir berjamó tókum við skyndiákvörðun og skelltum okkur í göngu upp á Mosfellið. Vorum með burðarpokann hennar Sigurborgar í skottinu þannig að það var ekkert sem gat stoppað okkur. Við fórum upp eftir skiltum sem merktu að það væru 1.7km upp á topp. Enduðum reyndar á að að labba hálfgerðan hring og…
Í berjamó
Í stað þess að vera eins og “allir” hinir og skella okkur í menninguna niðrí bæ í dag ákváðum við að tileinka okkur frekar hina fornu hefð og ganga til berja í nágrannasveitum borgarinnar 😉 eða með öðrum orðum skella okkur í berjamó! Ása og Olli elska að fara í berjamó en Sigurborg Ásta hefur ekki…