Þegar tengdó sögðu okkur frá því að þau myndu eyða viku í Ossabæ í maí vorum við ekki lengi að kanna hvort það væri smuga á að kíkja til þeirra yfir helgina 🙂 Krakkarnir elska að eyða tíma í ævintýraskóginum í kringum bústaðinn og í pottinum – þarf ég að minnast á að þeim leiðist…
Category: fjölskyldan
10 ár!
Ég er ekki alveg að trúa því að á morgun séu komin 10 ár frá því að við urðum foreldrar í fyrsta sinn. Að það sé heill tugur frá því að Oliver mætti á svæðið með stæl. Svo ótrúlega margt hefur breyst hjá okkur á þessum 10 árum – til að mynda er Olli ekki…
Páskabörn
Gleðilega páska 🙂 Brunsh á páskadag heima hjá tengdó með tilheyrandi páskaeggjaleit barnanna er ákveðin hefð – þegar hún dettur uppfyrir einhverra hluta vegna þá setja ungarnir ákveðna pressu á okkur að fela eggin almennilega “eins og amma gerir” *Haha* en hefðin var tilstaðar í ár. Í fyrsta sinn var Ingibjörg með okkur sem gladdi…
Yndisfrænkur
útkeyrsla
Krakkarnir voru með í fjáröflun hjá ÍR þennan mánuðinn.. WCpappír og eldhúspappír var aðalvaran ásamt páskaeggjum frá Kólus (já og lakkrís og rísegg líka). Fyllti næstum skottið á Previunni þegar ég sótti varninginn og var fegnust því að losna við þetta í kvöld 😛 Ýmsir staðir í Austurborginni heimsóttir ásamt stoppi í Kópavoginum. Alltaf gaman…
Besti bróðir
Oliver er rosalega duglegur að hjálpa til hérna heima, óskar m.a. eftir sumum verkum eins og að aðstoða systur sínar í “fótboltaskóna” – já ég setti “” þar sem Sigurborg Ásta á ekki fótboltaskó enþá en ef hún fær einhverju um það ráðið þá fær hún par fyrr en síðar. Mér finnst alveg yndislegt að…
Þessi blessuðu börn ♡ #öskudagur
Oliver dreif sig af stað í sönggleði fyrir kl 17 ásamt Sölva vini sínum, við Ása Júlía röltum af stað í leit að vinkonum hennar sem fundust á endanum 🙂 bæði komu þau heim með fulla poka af sælgæti og öðru góðgæti alsæl með daginn. Sigurborg Ásta fékk kósíheit heima með pabba á meðan enda…
♡
Það var bara gaman að vakna upp í morgun og sjá allan þennan fallega snjó út um allt.. óskrifaður strigi í byrjun dags sem breyttist auðvitað við leik hjá yngstu kynslóðinni og mokstur hjá þeirri eldri. Leifur var staddur í Landssveitinni með félögum sínum þannig að ég og krakkarnir tókum slurk í að moka innkeyrsluna…