Við drifum loksins í því í dag að hjálpa mömmu og pabba að græja matjurtagarðinn. Oliver var einna duglegastur í að hjálpa af krökkunum enda er hann öflugur vinnumaður og finnst skemmtilegast að hafa nóg að gera, án gríns hann er vinnuþjarkur þegar það kemur að framkvæmdur þrátt fyrir ungan aldur. Að vanda fundust þónokkrir…
Category: fjölskyldan
Halló sumarfrí!
eða amk hjá þessum 2 sem kláruðu 3 og 5 bekk með stæl. Fengu bæði glimrandi umsagnir frá kennurunum og voru bæði að kveðja kennara sem fylgt hafa þeim undanfarna vetur.
Klifurkettir í ævintýraleit
Við skelltum okkur í smá göngutúr í Elliðárdalnum í dag… Alltaf jafn dásamlegt að rölta með krökkunum um dalinn enda margir spennandi staðir að kíkja á þar. Tala nú ekki um þegar göngutúrinn leiðir mann að og meðfram ánni því þá er hægt að henda endalaust af steinum í ánna eða prikum (bátum) sem hægt…
Páskahreyfing!
Eftir allt þetta súkkulaði og önnur sætindi var ekki annað hægt en að drösla mannskapnum út í smá hreyfingu. Vífilstaðavatn verður oft fyrir valinu hjá okkur í þessum pælingum ef við viljum fara útfyrir hverfið. Margt að skoða og sjá (og ekki skemmir möguleikinn á að kasta steinum í vatn heldur). Oliver er búinn…
Dásemdarpáskadagur
Við hittumst öll hjá tengdó í hádeginu líkt og undanfarin ár í brönsh. Þetta var víst heldur snemma dags að mati “preeteen” fjölskyldunnar en allir mættu í brönsh nema flugumferðarstjórinn enda þurfti einhver að sinna þessum flugvélum, en hún mætti þegar vaktinni lauk. Krakkarnir leituðu í góðan tíma að eggjunum sínum, ótrúlegt hvað Ingu tekst…
litli frændi skírður
Okkur var boðið í skírnina hans litla frænda í dag(Sigurborgar og Tobbason). Jón Ómar sem gifti okkur Leif fyrir rúmum 5 árum síðan sá um athöfnina í Dómkirkjunni. Ingibjörg sá um að tilkynna nafnið hátt og skírt “Jón” í höfuðuið á föðurafa sínum. í framhaldinu tók daman sig til og söng svo fallega til bróður…
Galdrakarlinn í Oz
Ásu og Sigurborgu er búið að langa lengi að fara að sjá Galdrakarlinn í Oz með Leikhópnum Lottu. Ég lét loksins verða af því áðan og ákvað að bjóða Ingibjörgu frænku með okkur. Krakkarnir skemmtu sér allir stórvel og voru hrikalega spennt yfir þessu öllu saman. Einnig voru þau öll svo til í að fá…
blóm fyrir afmælisbarn dagsins
Pabbi fagnaði afmæli í dag – húrra fyrir því 😀 Á leiðinni til þeirra stoppuðum við Oliver í blómabúð og græjuðum 1 stk blómvönd fyrir afmælisbarnið. Eða Oliver sá um það. Hann var alveg með það á tæru að hann vildi eitt svona blóm, eitt svona og svona og endaði í 5 mismunandi blómum ásamt…