Alveg frá því að ég útbjó ársbókina hans Olivers þarna 2008 þá var ég staðráðin í að gera “árbækur” … já ok við höfum gert bækur um ameríkuferðina okkar, sem og París & London… dvölina í Danaveldi og brúðkaupið okkar en árbækurnar hafa setið annsi vel á hakanum. Hef byrjað nokkrum sinnum að fara í…
Category: fjölskyldan
Eplasteinar
Oliver fann 3 spíraða steina í eplinu sínu og ákváðum við prufa að sjá hvað gerðiat ef við settum þá í mold… Þetta er ferill eins þeirra frá 23 mars til 31 mars 2019. Stóru myndirnar eru frá 23 og 31 mars 😉 Það er lúmskt gaman að fylgjast með þessu og að mínu mati…
BMX Brós
Við Oliver og Sigurborg Ásta skelltum okkur á smá hjólasýningu niðrí Kringlu í dag. Fullt af krökkum að sýna listir sínar á hjólabraut og svo tóku BMX brós við með þessa listar sýningu sem má sjá hér að neðan. Síðasta atriðið var svo þegar nokkrir gaurar stukku á fullri ferð af annarri hæð niður á…
89/365
Ég eeeeeeeelska þá hefð sem Vífill frændi og Jónína hans hafa skapað undanfarin ár. Þó svo að ég persónulega sé ekki hrifin af “löppum” eða Sviðakjömmum þá er það stemningin og fólkið sem mætir sem er svo gaman að hitta.
86/365
Þennan kall útbjó Ása Júlía í smíði í vikunni. Oliver gerði svipaðan kall þegar hann var í 4bekk en var ekkert að hafa fyrir því að græja nein smáatriði líkt og Ása Júlía. Hár, gleraugu og bók með “texta” og titli. Að sjálfsögðu kom enginn annar titill til greina en “Harry Potter” – Eins ánægð…
83/365
Kalli frændi gaf Sigurborgu Ástu föndurbók í afmælisgjöf í haust. Við ákváðum að geyma hana aðeins þar sem við töldum hana ekki hafa aaaaaalveg nægan þroska en drifum hana fram í veikindum síðustu daga. Sigurborg óskaði eftir því að ég tæki upp eitt fiðrildi og svo maríubjöllu, þ.e. ég notaði svartan lit úr kittinu til…
82/365
Við skelltum okkur í smá göngutúr í dag eftir strandlengjunni í Garðabænum. Aðeins að viðra lasarusana okkar.. en Ása Júlía er búin að vera veik frá því á þri en er öll að hressast, Oliver var hálf slappur í gær en eitthvað betri í dag. Við fórum meðal annars niður í fjöruna og fundum þar…
79/365
Við vorum að ræða orð eða orðastaðgengla um daginn við krakkana… þ.e. hvað þau sögðu með eigin orðum í stað réttra þegar þau voru smábörn. Oliver talaði um Mimma í stað bíla. Ása Júlía talaði um Hoppulín í stað Trampolíns og kallaði lengi vel Brokkolí Trampolín. Sigurborg Ásta bauð öllum “Nótt nótt” fyrir nóttina í…