AMÍ mútur… ef þú nærð lágmarki um helgina sonur sæll… #keppnissundgleraugu
Category: fjölskyldan
132/365
Suma daga er þetta tilfinningin sem vofir yfir manni… að batteríið sé alveg að verða búið… þrátt fyrir að vikan sé rétt að byrja. Síðan við komum heim er einhvernvegin búið að vera nóg að gera hjá okkur og lítill tími aflögu til þess að bara slaka. Ég var svo fegin því að hafa náð…
131/365
skóli barnanna minna … heimastofa sonarins var í þessu rými. Mér þykir þetta frekar óhuggnarlegt allt saman, að vita ekkert hvað gerðist eða hvernig komandi vikur verða en það er augljóst að þessar skólastofur verða ekki nýttar á næstunni 🙁
127/365
Flesta daga eru þessi tvö að ýta í hvort annað til þess að skapa sér pláss en svo detta inn dagar þar sem þetta er málið.
124/365
Ég gæti best trúað því að þetta sé með síðustu kökunum sem við hjónakornin græjum á þennan hátt fyrir frumburðinn <3 En við héldum upp á afmælið hans Olla í dag – 12 ára – finnst það hálf ótrúlegt. bjóða þér borgara?
123/365
Oliver bauð vinunum í pylsur, köku og bíó í kvöld í tilefni 12 ára afmælisins á dögunum. Mikill hasar og gleði hjá þeim félögum.
121/365
Afmælisbarn dagsins í skýjunum ♡ Oliver fagnaði 12 árum í dag! Honum þótti ekki leiðinlegt að eignast loksins sín eigin leikjaheyrnartól og almennilegan skrifborðsstól sem leyndust í pökkum dagsins 🙂
Tenerife
Dásamlegar vikur að baki á Tenerife með stórfjölskyldunni. Ýmislegt brallað og aðal málið var að njóta þess að vera öll saman í veðurblíðunni sem leyndist á eyjunni fögru. Hvað um það þótt 1stk hlaupabóla hafi tekið sér bólfestu hjá yngsta fjölskyldumeðliminum – sem betur fer varð hún ekki svæsin en Sigurborg Ásta stóð sig eins…