bóndinn á afmæli á morgun 🙂 Krakkarnir fengu að velja umbúðir og ég hjálpaði þeim svo að setja pakkaband á gjöfina frá þeim. Ég er svo mikill “asni” að hlutirnir verða að passa saman litalega séð þegar ég er að pakka inn gjöfum – þessi samsetning er ekki í mínum þægindaramma en ég hef svosem…
Category: fjölskyldan
160/365
Gullfiskanámskeið nr 2 á enda ♡ mæli svo innilega með því að senda litla fjörkálfa á sundnámskeið til að læra undirstöðurnar ♡ Við höfum bara góða reynslu bæði hjá Sundskóla KR og nú hjá Ægi, dásamlegt lítið samfélag sem við erum að kynnast þar í gegnum sundgarpana okkar 3. Dásamlegir aðilar að þjálfa bæði Laxa…
158/365
Elsku Ólafsvík… Við brunuðum vestur í dag til þess að fagna fermingu Snæs frænda með fjölskyldunni… Ólafsvíkin tekur alltaf fallega á móti manni <3
157/365
Pabbi tilheyrir hópi sem kallar sig Viðarvinir. Þessi hópur hittist vikulega og tálgar saman. Deila hugmyndum og svo framvegis 🙂 Í dag er hópurinn með sína árlegu sýningu í Skógræktinni í Hafnarfirði. Mæli með því að kíkja!
154/365 sumarhátíð Austurborgar
Í dag var sumarhátíð leikskólans, skrítið að hugsa til þess að þetta er sú síðasta… amk sem foreldri. Hvað um það í boði var ýmislegt eins og hoppukastali, blöðrukall, sápukúlur, andlitsmáling og svo var líka Sirkussýning sem Sigurborg Ásta skemmti sér vel yfir. Að ógleymdum pylsunum 😉
151/365
til hamingju með daginn elsku mamma
150/365
Ása Júlía keppti á sínum fyrstu Akranesleikum í ár. Stóð sig með prýði og skemmti sér stórvel. Við mæðgurnar mættum um hádegi í dag þar sem hennar greinar voru bara eftir hádegi og svo eru 3 greinar fyrirhádegi á morgun. Til þess að heildarpakkinn gengi upp ákvað ég að bjóða mig fram sem næturstjóra í…
149/365
Þegar pabbi fór til Ástu frænku í Texas fyrir möööörgum árum kom hann heim með teppi sem hefur verið mikið notað, man ekki hvernig það var en heima hjá foreldrum mínum eru til 4-5 stk af þessum teppum með mismunandi ríkjandi lit. Ég fór í fyrsta sinn ein til hennar sumarið eftir 10.bekk eða í…