Við kíktum á ísdaginn mikla í dag, eða Ása Júlía var ekki með okkur þar sem hún var með Gunnari og Evu í afmælisgjöfinni sinni aka GungHo hlaupinu í Laugardal og svo skilst mér að planið hafi verið Húsdýragarðurinn í framhaldinu 🙂 Allavegana Við skelltum okkur í smá íssmakk… Furðulegustu bragðtegundir voru smakkaðar eins og…
Category: fjölskyldan
226/365
Elsku fallega stelpan okkar fagnar 10 árum i dag. Langþráður draumur um göt í eyrun rættist í hádeginu enda búin að ákveða fyrir löngu að þegar hún yrði 10ára yrði hún nógu gömul. Ása er síkátt fiðrildi, með risa hjarta og vill öllum vel. Veit fátt betra en að komast í Nautatungu hjá Ingu ömmu…
221/365
Í dag hefði Sigurborg amma Leifs orðið 100 ára væri hún enn meðal vor… Í til efni þess stóra áfanga var ákveðið að hittast í kirkjugarðinum í Hólminum og vitja þeirra heiðurshjóna, Sigurborgar og Víkings. Við færðum okkur svo yfir í Narfeyjarstofu þar sem hópurinn naut þess að eiga saman notalega kvöldstund og borða góðan…
220/365
40 er alveg ágætt.. Eddi var svo góður að halda tónleika fyrir mig og alla hina 😉 Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar elsku ættingjar og vinir Við skötuhjúin skelltum okkur sumsé á tónleika Ed Sheeran í Laugardalnum í kvöld og eignuðumst þar með dásemdar tíma í minningarbankana okkar. Leifur var fullur efasemda með þessa tónleika…
212-215/365
Við áttum yndislega daga í Húsafelli þessa Verslunarmannahelgina. Vorum etv full seint á ferðinni en fundum ágætis tjaldstæði inn í fallegri laut, hefði mátt vera aðeins sléttari ennnnn svefnstæðin voru góð, sérstaklega með vindsæng til að taka ójöfnurnar 😉Það var ekkert annað fólk í þessari laut þannig að við náðum að vera svolítið prívat sem…
211/365
Nú er aldeilis farið að styttast í næsta skólastig hjá yngstu skottunni. Við mæðgurnar fórum í dag í smá verslunarleiðangur og fundum “fullkomna” tösku að hennar mati og er daman alsæl með nýju skólatöskuna ♡
210/365 Viðey
Það hefur staðið til í allt sumar að fara út í Viðey með starfsmannafélaginu í vinnunni hans Leifs. Bara verið að bíða eftir heppilegum degi! Í dag var sumsé dagurinn og áttum við notalegt síðdegi í eyjunni fögru. Hópnum var skipt upp og við selflutt í eyjuna af honum Jóni Svan og hann er alveg…
209/365 – Úlfarsfell
Við ákváðum að skella okkur í “smá” göngu eftir vinnu hjá mér í dag <3 Úlfarsfellið varð fyrir valinu, gönguleiðin upp frá leirtjörn í Úlfarsárdalnum. Við gengum fyrst upp á Stóra hnjúk þar sem var hávaða rok en krakkarnir skemmtu sér stórkostlega við “fjúk”leiki á toppnum. Oliver var ekki lengi að finna gestabókina og vildu…