Við skelltum okkur í berjamó í dag. Bara rétt svo til þess að tína nokkur ber út á skyr 😉 Höfum farið nokkrum sinnum upp að gamla skíðaskálanum i Skálafelli sem reyndar er ekki til staðar lengur nema rétt grunnurinn/kjallarinn sem var eini steypti hlutinn 😉 Það var reyndar augljóst að við vorum ekki þau…
Category: fjölskyldan
241/365
í dag var afmælishátíð Seljaskóla en skólinn er víst jafnaldri okkar Leifs 🙂 Ýmislegt var hægt að bralla eins og t.d. að grilla brauð á “teini” eins og feðginin eru að gera á myndinni hér til hliðar. Ása Júlía og vinkonur stigu á svið með skólakórnum og sungu nokkur lög. Stelpur í unglingadeildinni sáu um…
240/365
Elsku fallega stelpan mín fékk að bjóða “BFF” hópnum sínum á Angry Birds 2 í bíó í tilefni 10 ára afmælisins síns ♡ Henni fannst þessi dagur æði og var í skýjunum með bíóferðina og hugulsemina í gjafavali frá vinkonunum <3
236/365
Veit ekki hvort ég sé tilbúin til þess að eiga 3 skólabörn! En í dag var sumsé fyrsti skóladagurinn hjá þeim öllum 3 🙂 Ása og Olli byrjuðu fyrir helgi.
235/365
Rútínan er alveg að fara að komast á hreint. Stundatöflur krakkanna allar komnar upp og þá er bara að bíða eftir að fótboltinn komi með sitt plan þá eru allar “dagskrár” komnar á blað 🙂 Krökkunum þykir svona sýnileg vikudagskrá langbest og ég er ekki frá því að þetta létti á okkur öllum til að…
234/365
Enn hægt að kúra á mömmu 12 árum síðar. Í þau skipti sem við mæðginin gerumst smá sófakartöflur og kíkjum á einn lögguþátt saman þá finnst honum fátt notalegra en að kúrast á mér.
232/365
staðan á húsnæði Seljaskóla við skólasetningu 2-10 bekkjar. Ég bara gat ekki sleppt því að skella þessu hingað inn sem mynd dagsins. Ég er svo sorgmædd yfir þeirri staðreynd að húsnæðið sé ekki lengra komið. Geri mér grein fyrir því að þarna er um mikið verk að ræða en þegar ég hef góðar heimildir fyrir…
229/365
nýtt rúm! ó hvað það er kominn tími á það fyrir elsku Ásu Júlíu. Við ákváðum að kaupa bara “box” dýnu fyrir hana í stað þess að kaupa rúm með skúffurúmmi eins og mig langaði að gera. Herbergið hennar ber vel að taka rúm sem er 120cm á breidd þannig að svo varð úr þannig…