Heimalestur með litlum voffa 😉 Henni fer stöðugt fram og er ótrúlega öflug í lestrinum. Það er samt greinilegt að ekki má fara of seint af stað því þá kemur frk “éggetekki” fram á sjónarsviðið og allt er ó svo erfitt 😉
Category: fjölskyldan
276/365
Ása og Olli voru bæði á sundmóti í dag og stóðu sig bæði með prýði. Oliver keppti reyndar bara fyrir hádegið en mætti á bakkann til að styðja systur sína eftir hádegið og tók með þeim rútínuna í upphitun. Það er alveg óhætt að segja að þetta er glæsilegur hópur og standa sig mjög vel.
270/365
Dagsverkin í Birtingaholtinu 🙂 Betra seint en aldrei og var dagurinn nýttur í að taka upp það sem eftir var í kartöflugarðinum hjá foreldrum mínum. Krakkarnir eru rosalega dugleg í þessum verkum og njóta sín í botn að aðstoða ömmu og afa.
269/365 Fallega þrennan mín ♡
Við fórum í smá göngutúr í dag um Elliðárdalinn <3 Fallegt veður og fullkomið til þess að smella nokkrum myndum af krökkunum.
268/365
ég ætti að taka dóttur mina til fyrirmyndar ♡ Leifur: “afhverju skrifaðiru þetta?”Ása Julía: ” baara… þetta eru setningar til að láta mér líða betur”Leifur: “liður þér illa?”Ása Júlía: “nei alls ekki þetta er bara til að minna mig á ef mér líður einhverntíma illa” Mikið sem það væri nú gott að tileinka sér þessa…
265/365
það er eitthvað við friðsældina sem kemur yfir börn þegar þau sofa. stend mig stundum að því að rétt ætla að kíkja inn til krakkana, slökkva ljós, færa bækur og svo frv að gleyma mér og bara fylgjast með þeim sofa <3
255/365
Við fórum í afmæli til Jóhönnu Lovísu í dag – heil 8 ár komin í safnið hjá dömunni 🙂 Það var alveg brjáluð rigning… og Olla þótti vissara að hylja pakkann einhvernveginn frá bílnum og að húsinu – þetta var smá vandaverk 🙂 en hafðist þó á endanum og pakkinn komst þurr til skila 🙂
249/365
Við mæðgur eigum þetta stundum til…