Oliver var að spila á móti Fjölni áðan, hefði verið lítið mál nema að á meðan leiknum stóð fengum við annsi fjölbreytt veðurfar. Vantaði bara sólina en leikurinn var svo seint að deginum að birtan var farin. Náðum samt að sjá byrjunina á fallega ljósafossinum niður Esjuna í nafni “Ljóssins” sem var afskaplega fallegt.
Category: fjölskyldan
317/365
Allt að verða tilbúið fyrir afmælisbarn morgundagsins 🥰 Litla Skottuborgin okkar fagnar 6 árum á morgun og þvílík gleði sem sá dagur mun færa henni því þá verður hún ekki lengur “bara” 5 ára og orðin gjaldgeng í 1.bekk að eigin mati.
314/365
Fyrr í haust fór mamma til læknis og óskaði eftir því að komast í brjóstamyndatöku þar sem blaðra sem hún fann fyrir ári síðan og átti skv öllu að “hverfa” með tímanum var enn til staðar. Eftir þá myndatöku og sýnatöku hjá Krabbameinsfélaginu var ákveðið að fjarlægja blöðruna svo hún yrði ekki til ama fyrst…
311/365
Heimalestur – eins gaman og það er að fylgjast með stubbunum fara fram í lestri þá verður að viðurkennast að stundum þá væri gaman að sjá einhverja bara smá fjölbreytni í bókunum sem eru í vali fyrir þau. Ég er að hlusta á sömu bækurnar í 3ja sinn og við erum alltaf að verða spenntari…
307/365
Ég hef reynt að koma með eitthvað sniðugt á hlaðborð þegar bekkjarskemmtanir hafa verið í kringum hrekkjavökuna hjá krökkunum. Ég hef útbúið blóðugt popp, rice crispies skrímsli og nú “notaða eyrnapinna” girnilegt ekki satt? Merkilegt nokk þá er þetta bara karamella og litlir sykurpúðar sem búið er að þræða upp á pinna þannig að þeir…
302/365
Hrekkjavökuball hjá 1. bekk í dag Sigurborgu Ástu til mikillar gleði. Undantekningarlaust vilja gormarnir mínir fá “blóð” og nóg af því þegar þessi böll eru í gangi og það var auðvitað málið í dag líka. Útkoman varð því mannætuljón!
LONDON (295-300/365)
Við áttum yndislegt vetrarfrí í Lundúnaborg. Þar var fókusinn á krakkahópinn okkar <3 Ása Júlía eeeelskar Harry Potter bækurnar og var aðal tilgangur ferðarinnar að skella sér í Harry Potter safnið í úthverfi London. Við vorum á hóteli sem heitir “Barry House” og er staðsett í 5mín göngufæri við Paddington lestarstöðina. Þetta var nú ekki…