Vinasel er með þau fyrirmæli að Sigurborg Ásta má labba ein heim ef enginn er búinn að sækja hana kl 17. Það þýðir líka að einhver er heima eða að við séum að koma heim á sama tíma og hún. Í dag var samt í fyrsta skipti sem ég lét reyna á þetta… Var að…
Category: fjölskyldan
Þarf ekki að vera flókið
til þess að gleðja yngstu kynslóðina. Heitt súkkulaði, sykurpúðar og smákökur í lok dags áður en bælið kallar á okkur <3
336/365
Það er skemmtileg hefð í Seljaskóla meðal yngsta stigs að bjóða foreldrum að koma og mála piparkökur með krökkunum. 1.bekkur var með sinn dag í dag mættum við Mæðgur sprækar í morgunsárið í Ask (matsalinn) og áttum saman notalega stund að mála piparkökur með vinkonum Sigurborgar og foreldrum þeirra.
335/365
Við erum með “samverudagatal” í gangi alltaf í desember – krakkarnir eru enn spennt fyrir því að vita hvað fjölskyldan ætlar að gera saman á Aðventunni, það heyrist reyndar stundum í þessum alvegaðverðatáningur “má ég sleppa þessu?” en það er líka bara allt í lagi, ekki alltaf hægt að gera öllum til geðs. En í…
331/365
listaverkin hans pabba farin að læðast fram. Ég var ekki lengi að eigna pabbi kláraði hann. Það er lúmskt fyndið að pabbi lítur í kringum sig á hverju ári og sér alla kallana sem eru hérna heima hjá mér og furðar sig alltaf á því hversu margar fígurur hann hefur gert og man varla eftir…
327/365
Við Ása Júlía áttum date í kvöld – horfðum á “stelpumynd” á Netflix sem Ásu finnst algjört æði þegar við gerum. Þetta leiðir samt oft til þess að við endum í einhverjum smá fíflagangi líkt og sést á þessari – en það er bara gaman <3 bara smá stund sem við eigum bara tvær
325/365
Ása og Olli eru bæði að fara að keppa á sundmóti á morgun. Það þýðir bara 1 og það er þörfin á ríflegum skammti af flatkökum með hangikjöti og nóg af smjöri! Þau vilja þetta bæði helst af öllu í nesti. Ásamt smá gulrótarskammti, etv gúrku og vínberjum.
320/365
Mér finnst svo dásamlegt að sjá hversu ljúfur, góður og þolinmóður Oliver er við yngstu frændsystkinin. Það kemur svosem ekki á óvart því hann er afskaplega þolinmóður einstaklingur og ljúfur er hann – engin furða að hann hafi verið kallaður “stúfur ljúfur” frá því að hann var bara pons 🙂 Hér er hann með Jón…