Ég hef alltaf verð algjör pennaperri. Finnst fátt betra en að eiga smá úrval af góðum pennum. það er líka svooo miklu betra og auðveldara að skipuleggja í litum. Ég er sumsé að fylla út í skóladagbókina mína 😛 Munar öllu að vera með nóg úrval!
Category: Skóladót
279/365
Ég hef lítið verið að tjá mig um það en ég dreif mig í nám nú á haustmánuðum í HÍ. Svokallað diplomanám í Heilbrigðisgagnafræði sem er nýtt nám byggt á gömlum grunni Læknaritaranámsins í FÁ. Fyrsta sinn sem þetta er kennt núna og verður áhugavert að sjá hvað verður úr. Í dag var komið að…
278/365
Heimalestur með litlum voffa 😉 Henni fer stöðugt fram og er ótrúlega öflug í lestrinum. Það er samt greinilegt að ekki má fara of seint af stað því þá kemur frk “éggetekki” fram á sjónarsviðið og allt er ó svo erfitt 😉
264/365
Ég er orðin of góðu vön í vinnunni… Get ekki einusinni hoppað lengur á milli 2 forrita… 2 skjáir eru bara of þægileg vinnuaðstaða til þess að afvenjast.
241/365
í dag var afmælishátíð Seljaskóla en skólinn er víst jafnaldri okkar Leifs 🙂 Ýmislegt var hægt að bralla eins og t.d. að grilla brauð á “teini” eins og feðginin eru að gera á myndinni hér til hliðar. Ása Júlía og vinkonur stigu á svið með skólakórnum og sungu nokkur lög. Stelpur í unglingadeildinni sáu um…
236/365
Veit ekki hvort ég sé tilbúin til þess að eiga 3 skólabörn! En í dag var sumsé fyrsti skóladagurinn hjá þeim öllum 3 🙂 Ása og Olli byrjuðu fyrir helgi.
235/365
Rútínan er alveg að fara að komast á hreint. Stundatöflur krakkanna allar komnar upp og þá er bara að bíða eftir að fótboltinn komi með sitt plan þá eru allar “dagskrár” komnar á blað 🙂 Krökkunum þykir svona sýnileg vikudagskrá langbest og ég er ekki frá því að þetta létti á okkur öllum til að…
211/365
Nú er aldeilis farið að styttast í næsta skólastig hjá yngstu skottunni. Við mæðgurnar fórum í dag í smá verslunarleiðangur og fundum “fullkomna” tösku að hennar mati og er daman alsæl með nýju skólatöskuna ♡