Þetta er svo skrítið! Ég er ekki alveg að átta mig á því hvernig í fjáranum okkur tókst að græja þetta blessaða lokaverkefni og skila í miðju COVID – vissulega fengum við viku frest til þess að skila því enda allar 4 að vinna innan heilbrigðisgeirans sem er búinn að vera á yfisrnúningi undanfarnar vikur….
Category: Skóladót
362/365
Ég hef talað um það áður að Oliver hefur greinilega erft handlagnina frá ömmum sínum og öfum. Hann gaf okkur þessa snilldar melónu í jólagjöf og er hún bæði vel gerð og hagnýt þar sem þetta er “rakapúði” sem á að draga í sig rakann í bílnum og á að vera staðsett við framrúðuna segir…
336/365
Það er skemmtileg hefð í Seljaskóla meðal yngsta stigs að bjóða foreldrum að koma og mála piparkökur með krökkunum. 1.bekkur var með sinn dag í dag mættum við Mæðgur sprækar í morgunsárið í Ask (matsalinn) og áttum saman notalega stund að mála piparkökur með vinkonum Sigurborgar og foreldrum þeirra.
324/365
Verkefnahittingur – er þá ekki kjörið að mynd dagsins sé tekin í Þjóðarbókhlöðunni? Hef sterkan grun um að ég muni eyða slatta tíma hérna á næstunni. Mjög þægilegt að vinna að verkefnum hér, nóg pláss, borð og frítt net :p
322/365
Lota nr 2 var í dag – mér finnst ég enn eitthvað svo týnd
321/365
Undanfarið hef ég oft velt því fyrir mér hvað ég hafi verið að hugsa að skrá mig í þetta blessaða nám. Þetta er náttrúlega hálfgerð geðveiki að vera í námi, þó það sé ekki fullt nám, með 100% starfi, eigandi kall sem vinnur mikið OG á tímafrek áhugamál, verandi með 3 gorma sem öll stunda…
311/365
Heimalestur – eins gaman og það er að fylgjast með stubbunum fara fram í lestri þá verður að viðurkennast að stundum þá væri gaman að sjá einhverja bara smá fjölbreytni í bókunum sem eru í vali fyrir þau. Ég er að hlusta á sömu bækurnar í 3ja sinn og við erum alltaf að verða spenntari…
286/365
Duglega litla skólastelpan mín tekur svo miklum framförum í lestri með hverri vikunni. Hún biður um að fá að lesa aukalega fyrir okkur og spænir upp hverja bókina á fætur annarri í léttlestrarbókunum sem eru í boði í skólanum.