Ég fór með krökkunum niður í Elliðárdal fyrr í dag með það í huga að smella nokkrum myndum af þeim. Það tókst svona lala en ég náði svona fallegum myndum af systrunum á símann (sem var ekki planið því stóri hlunkurinn var með í för). Þær eru báðar í Eivor peysunum sínum en auðvitað sést…
Category: handavinna
Prjón: ÍRingurinn
Olla var farið að vanta nýja peysu í sumar og þegar ég spurði hann hvernig peysu hann vildi þá var fysta beiðnin græn með skriðdrekum á? ehh æj veistu mig langar ekki að gera skriðdreka á peysu fyrir 9 ára gutta… Eftir fótboltamót á Selfossi fyrripart sumars kom frá honum að hann væri til í…
Peysan Eivör í 3ja veldi
Ég er LOKSINS búin með peysuna hennar Sigurborgar Ástu.. Byrjaði á henni í mars! á reyndar eftir að þvo hana, leggja til og setja tölur þegar þetta er skrifað en því mun verða bætt úr í kvöld – (um leið og ég er búin að kíkja til hennar Döggu í Litlu Prjónabúðinni (uppáhalds tölubúðin mín…
Peysan Blær
Peysan Blær eftir Hlýnu varð fyrir valinu sem sumarpeysa Sigurborgar Ástu í ár. Ákvað að halda mig bara við uppgefið garn og útkoman varð nokkuð fljótprjónað eintak. Sigurborg Ásta er allavegana voða glöð með hana og heimtaði að fara í henni í leikskólann strax og tölurnar voru komnar í (ekki alveg til í það fyrr…
Prjón: Húfan Tumi
Ása Júlía sat fyrir á nokkrum myndum fyrir Evu Mjöll og vinkonur hennar í nýju prjónabókinni “Leikskólaföt” Þegar við mæðgur vorum búnar að fletta bókinni í útgáfuhófinu í Litlu Prjónabúðinni var Ása Júlía alveg ákveðin í að ég ætti að prjóna húfu eins og hún var með í bókinni (var reyndar með 2 eins, sitt…
Lopapeysan Iðunn
Ég tók eftir því í haust að elsku besta lopapeysan mín var orðin annsi slitin… þannig að ég ákvað að fara að fletta í gegnum öll þessi prjónablöð & bækur sem til eru heima sem og auðvitað elsku Ravelry. Úppúr stóð peysan Iðunn eða amk munstrið og líka sú staðreynd að hún er prjónuð frá…
Prjón – Take it all MKAL
Enn eitt leyniprjónssjalið *hóst* ég veit… þetta er bara svo skemmtilega ávanabindandi. Þennan höfund þekki ég ekki né hef ég séð mikið af verkunum hennar en hún heitir Lisa Hannes en gengur undir hönnunarnafninu Malhia Hún talar um að þetta sé í raun fullkomið til þess að nýta upp minni dokkur eða afganga, svo framarlega sem…
Prjón – Eivör á Ingibjörgu
Síðasta sumar prjónaði ég peysu á Ásu Júlíu eftir uppskrift sem heitir Eivör. Ég heillaðist fljótt af þessari fallegu peysu og möguleikunum sem hún býður upp á. Fljótlega eftir að ég kláraði peysuna hennar Ásu Júlíu ákvað ég að ég ætlaði að gera aðra eins á Ingibjörgu frænku og Sigurborgu Ástu, kosturinn er samt sá…