Dúlluteppið hennar Ásu mjakast hægt og rólega áfram… er að byrja að strekkja nokkra ferninga og náði að stækka þá úr 8×8 í 10×10 cm! Á svo alltaf eftir að velja mér aðallit til þess að hekla það saman…
Category: handavinna
122/365
Ég er að dunda mér við að græja 1stk Sumarrós – hægagangurinn í mér með þessa peysu er samt þannig að ég er hrædd um að Ása verði orðin of stór í hana þegar hún loksins klárast… Veit ekki hvað það er … kannski tilbreytingaleysið í búknum enda bara slétt prjón… er samt búin að…
87/365
Ég rakst um daginn á færslu frá fireflynotes á Instagram þar sem hún var að sýna ný prjónamerki sem hún var að selja. Bara gat ekki staðist það að kaupa þau og bárust þau í póstinum til mín í dag. Hugurinn fylltist af minningum tengdum Ástu frænku en hún eeeeeeelskaði allt uglutengt. Firefly notes er…
77 & 78/365
LOKSINS fer ég í að ganga frá þessari – ég prjónaði hana á Sigurborgu fyrir ári síðan en þar sem hún varð alltof stór á hana (nei ég nennti ekki að gera prjónfestuprufu og gerði mér ekki grein fyrir því hversu fast hönnuðurinn prjónaði). Peysan heitir Rún og er prjónuð úr Smart garni frá Sandnes….
38/365
Sagan endalausa… Mér þykir ekkert sérstaklega skemmtilegt að ganga frá endum á litlum verkum – sbr vettlingum. Á það til að safna saman nokkrum pörum og rumpa því svo af. Það var einmitt málið í kvöld. Endar af 3 pörum af vettlingum í ýmsum stærðum allir prjónaðir úr lopa. 1 par úr Álafosslopa og 2…
10/365 Zweig
Ég kolféll fyrir peysu fyrir tæpu ári síðan sem heitir Zweig. Setti hana strax á óskalistann minn á Ravelry og er svo búin að vera að melta hvort ég ætti að prjóna hana á mig eða hvað… datt svo niður á að einhver hafði prjónað hana á dóttur sína á svipuðum aldri og Ása Júlía…
4/365
Ég virðist bara safna í bunkann þegar kemur að því að þurfa að ganga frá einhverju… þarna má finna húfu sem ég kláraði milli jóla og ný árs, nokkur misgömul vettlingapör.. held að elsta sé frá í okt! og svo nokkrar nýheklaðar bómullarskífur.. þetta mun allt koma sér vel þegar ég nenni að klára þetta…
#2/365
Stundum nennir maður hreinlega ekki að vinna í þeim verkefnum sem eru í gangi… langar bara að gera eitthvað lítið, einfalt og fljótlegt. Var búin að sjá uppskrift af svona bómullarskífum á Ravelry fyrir löngu og var alltaf að spá í að prufa að skipta úr þessum einnota yfir í svona margnota þannig að kjörið…