Ég skellti mér á hekl námskeið hjá Eddu Lilju eða aka Snigla ásamt Evu Hlín vinkonu. Lítið og sætt 2x3t námskeið sem haldið var í Galleri Thors í Hafnarfirði. Farið var í grunninn á hekli og fyrra kvöldið kenndi hún okkur að hekla vettling + blúndu á hann og fengum svo það heimaverkefni að gera húfu….
Category: handavinna
Prjón: BSJ
BSJ eða Baby Surprice Jacket eftir Elizabeth Zimmerman er skondin lítil flík sem hægt er að prjóna í ýmsum stærðum og gerðum… allt eftir því hvaða garn er notað og hvaða prjónastærð. Minn BSJ er gerður úr gulu Nammi (sjá neðar í færslunni), afskaplega bjartur og fallegur gulur litur 🙂 Þetta er í fyrsta sinn…
klári klár
Ég er búin að vera alltof lengi að prjóna lopapeysu á sjálfa mig… og hún er ENN í vinnslu. Var reyndar búin með hana en var svo ósátt við munstrið að ég rakti hana upp! er langt komin með munstrið aftur – þarf bara að koma mér í að klára hana! Þessi peysa er svona…
Rauði Bangsi
Við Oliver kíktum aðeins í RL seinnipartinn í gær. Tilgangur ferðarinnar var að láta gorminn velja sér garn… garn fyrir tæplega 3 ára gutta? já.. ég sá um daginn á bloggnum hennar Lindu svo yndislega sætan litinn bangsa sem mig langaði að prufa að gera og viti menn… hann var svo yndislega einfaldur 🙂 Oliver…
prjónaföndur í jólagjöf
Ég ákvað í haust eftir að ég heyrði Lilju vinkonu tala um hversu hrifin Sóley Svana væri af Hello Kitty að prjóna húfu á þá litlu sem ég hafði rekist á inni á Ravelry vefnum. Oliver og Sóley Svana eru nefnilega “jólavinir” og gefa hvort öðru alltaf litlar jólagjafir 🙂 Þetta er frekar einföld húfa, hvít og svo…
meiri prjón
Ég mætti í síðasta tímann í prjónanámskeiðinu í kvöld – kláraði peysuna sl föstudag að mestu.. átti bara eftir að sauma upp, klippa, hekla kanntinn og festa rennilásinn í þegar ég mætti… þegar ég fór heim þá átti ég bara eftir að festa rennilásinn og sauma hann í 🙂 Er MJÖG sátt við hvernig peysan kemur…
prjóniprjón
prjóniprjón Originally uploaded by Leifur & Dagný Ásta ég skráði mig á námskeið hjá SFR sem heitir “Lærðu að prjóna lopapeysu” og fór í fyrsta tímann síðasta miðvikudag. Þetta er ágætis námskeið þar sem okkur eru kennd ýmis undirstöðuatriði og svo hvernig á að lesa úr uppskrift og svo auðvitað frágangur í lokin (hey ég…
ótrúlegustu hlutir geta gerst…
Á meðan ég var ólétt tók ég upp á því að fara að prjóna… hef jú alveg prjónað húfur, trefla og e-ð svona smotterísdót í gegnum tíðina… Ég er ferlega ánægð með afraksturinn þótt ég segi sjálf frá 😛 prjónaði þessa ágætu peysu á Oliver sem er reyndar vel stór á hann enda uppskriftin á…