Mér þykja þetta alveg ferlega krúttlegar húfur!! Ég prjónaði 2 svona á Ásu Júlíu þegar hún var lítil úr Smart garni en ákvað að prufa að prjóna úr garni frá Handprjón, Merino worsted, svooo mjúkt og girnilegt! Gerði á systurnar sitthvora húfuna, báðar súkkulaðibrúnar og svo eina og sætu frænku í Danaveldi, Ingibjörgu en hennar…
Category: handavinna
Amiguru – Herra Kisi
mjá bakterían beit mig aðeins… eða kannski frekar óþolinmæðin að bíða eftir vísbendingunum í leyniheklinu. Einnig bað Ása Júlía mig að kaupa sett í Litlu Prjónabúðinni þar sem uppskrift og garn var selt saman. Ég sagði henni að við skyldum finna saman einhvern bangsa og ég skyldi annað hvort prjóna eða hekla handa henni. Þessi…
Turn A Round
Hnoðrar og hnyklar eru enn með garnbanaáskorunina sína í gangi og ég ákvað að taka þátt aftur 😉 vonandi næ ég að taka þátt í næsta mánuði líka, veit svosem hvað mig langar að gera en er ekki viss hvort ég geti það þar sem ég er með aðeins of margt á prjónunum/nálinni akkúrat núna…
Frumraun í amigurumigerð
Ég sá á fésbókinni að Þuríður sem heldur úti blogginu Woollen thoughts ætlaði að vera með leynihekl núna í janúar. Planið var að hekla litla fígúru sem nefnist “Amigurumi”. Hún sendi okkur vísbendingar 1x í viku og átti maður að hekla hluta af fígúrunni í einu. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og ég er byrjuð…
Teppi fyrir stjörnubarnið
Eftir að við fréttum af því að vinir okkar í Svíþjóð ættu von á kríli á svipuðum tíma og við datt mér í hug að prjóna teppi sem mig hefur lengi langað að gera. Uppskriftin er af vefsíðu Pickles og heitir Breezy baby blanket. Það er lúmskt skemmtilegt að prjóna þetta teppi ennnn leiðinlegra en…
húfuprjón
Ég prjónaði húfu um daginn til að gefa Brynhildi Daðínu í 5 ára afmælisgjöf… skottan mín var fengin til að módelast aðeins með hana fyrir mig. Ég er mjög ánægð með þessa, finnst hún bara sæt og á alveg örugglega eftir að gera hana aftur einhverntíma… Ása Júlía var mjög ákveðin í að fá líka…
ungbarnasett
Ég á slatta afgang frá peysunni, Timberjack JR, sem ég prjónaði á Oliver og datt í hug að gera annað sett af “Small and Clever” ungbarnasettinu af Pickles vefnum. Byrjaði á þessu einhverntíma í janúar en kláraði ekki fyrr en núna um daginn… eitt af þessu dóti sem maður “þarf” ekkert að klára á ákveðnum tíma…
Prjón: Laufblaðaábreiða fyrir bumbugullið
Ég datt niður á uppskrift á Ravelry af afskaplega fallegu teppi, tja að mínu mati amk, fyrir löngu síðan. Eftir dágóðan umhugsunartíma ákvað ég hvaða garn ég myndi vilja nota og lit. Það virðist vera svolítið mikið um svona laufamunstur þessa dagana, amk sýndi tengdó mér prjónablað sem hún keypti nýlega og þar var ca…