Ég er óbeint búin að vera að búa mig undir þessa bílferð síðan í janúar þegar fréttirnar komu um stöðuna hjá elsku Láru Maríu frænku. Lára María lést í byrjun mánaðarins, hún fékk heilablóðfall um jólin og dvaldist á LSH þar til í lok maí þegar hún komst á hjúkrunarheimilið á Höfn þar sem hún…
Category: ferðalög
Óvissuferð
Óvissuferð Hg Sel 2018 Mættum út á stöð kl 9 í gærmorgun og þar beið okkar þessi eðal rúta sem flutti okkur austur á Hvolsvöll, nánar tiltekið að Midgard Base camp þar sem nýjir fararskjótar og fararstjórar biðu okkar. Eftir stutt stopp í Base Camp og sýnisferð um bygginguna (sem er allt í senn, miðstöð ferðalanga, gistiheimili…
Sólheimar…
Líkt og í fyrra fórum við með Lionsklúbbnum hans pabba á Litlu Jólin á Sólheimum í Grímsnesi. Við áttum þar dásamlegan dagspart og skemmtum okkur vel yfir skemmtiatriðunum sem voru eilítið frábrugðin frá því í fyrra þar sem Ómar Ragnarsson átti ekki heimangengt vegna veikinda en hann hefur séð um skemmtiatriðin í fjöldamörg ár. …
Reykjanesið í hávaðaroki
Við fjölskyldan skelltum okkur í bíltúr með Lindu frænku á Reykjanesið. Byrjuðum á því að keyra að Kleifarvatni og þaðan yfir á hverasvæðið í Krýsuvík. Stoppuðum við hverina or röltum þar um. Því næst brunuðum við að Brimkatli þar sem við kíktum á litlu “laugarnar” í hávaða roki. Enduðum svo á að rölta yfir brúnna…
ættarmót í Ólafsvík
í morgun brunuðum við til Ólafsvíkur til þess að mæta á 1 stk ættarmót hjá afkomendur Kristjáns Kristjánssonar og Önnu Elísabetar Brandsdóttur eða langafa og langömmu minna. Þau voru foreldrar Olla afa 🙂 Við byrjuðum á að safnast saman í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Þrátt fyrir úrhellis rigningu fór hópurinn út í kirkjugarð þar sem…
Danmerkurferð fjölskyldunnar
Við skruppum til Danaveldis í nokkrar vikur nú í júlí – alveg dásamlegur tími sem við áttum þar með Ingu & Skúla tengdó, Sigurborgu, Tobba, Ingibjörgu & Kviku. Vorum í viku í bústað í Brovst sem er rétt hjá Blockhus en hann var samt eiginlega notaður mest megnis sem bækistöð og svefnstaður þar sem við…
Orkumótið
Oliver mætti á Orkumótið í ár ásamt félögum sínum úr ÍR. Hann fór með liðinu á miðvikudaginn en við hin mættum á þriðjudagskvöldið með allt hafurtaskið. Þetta var stórskemmtilegt mót þar sem strákarnir stóðu sig mjög vel og unnu sig upp um 9 riðla sem má teljast nokkuð gott hjá þeim. Dagarnir í Eyjum byggðust…
Áfram ÍR!
Fótboltamót Ása Júlía keppti á Greifamótinu á Akureyri um helgina, KA stóð fyrir mótinu sem var glæsilegt og stelpurnar skemmtu sér stórvel og gekk alveg ágætlega 🙂 Við lögðum af stað Norður í seinna lagi og vorum komin í íbúðina í Skarðshlíðinni um kl 22:30. Ása hafði ætlað að gista með stelpunum í skólanum en…