í dag var einskonar ættarmót hjá afkomendum Olla afa og Helgu ömmu í tilefni aldraminningar afa en hann hefði orðið 100 ára á mánudaginn, 10 júní 🙂 Þetta var mjög skemmtilegt og gaman að hitta alla. Við byrjuðum á því að hittast öll í Kirkjugarðinum í Ólafsvík og setja blóm á leiðið þeirra. Því næst…
Category: ferðalög
Ossabæjarkíkj
Við kíktum í mat í Ossabæ í dag en Inga og Skúli voru þar yfir helgina. Oliver naut sín alveg í botn að ná í “sýni” til að skoða í nýju “smásjánni” sem hann fékk í afmælisgjöf frá Vali Kára. Ótrúlegustu hlutir voru skoðaðir, allt frá regnvatni til lopa og allt jafn spennandi að sjá….
Hótel Rangá
Við fórum aftur á Hótel Rangá með Búðarhálshópnum líkt og í fyrra… ég er ekki frá því að ef þetta verður ekki aftur að ári þá eigum við eftir að sakna þess. Skemmtilegur tími sem við eigum þarna með fólkinu og ekki skemmir að það er alveg dásamlega gott hlaðborðið hjá þeim. Ég, líkt og…
Ossabær
Við eyddum helginni í Ossabæ, bara notalegt að kúra inni í þessum gamla bústað og hlusta á Kára blása og rífa í eins og hann gat. Það var spilað, lesið, skrifað, prjónað, spjallað, kíkt aðeins á sjónvarpið og góður matur borðaður. Á sunnudeginum var veðrið gengið niður og þetta líka fallega veður komið í staðinn,…
Munaðarnes
Við fórum í sumarbústað um helgina ásamt systkinum Leifs og fjölskyldum þeirra… ótrúlegt að við erum orðin 12!! Á aðeins 6 árum hefur hópurinn 2faldast 🙂 Sigurborg, Tobbi og Ingibjörg deildu SFR bústað með okkur en Gunnar, Eva og strákarnir voru í FÍF bústað við hliðiná okkur. Bara sniðugt! Þetta var frábær helgi sem einkenndist…
Heimsókn á hálsinn
Tók smá skyndiákvörðun í hádeginu… Við Oliver spjölluðum aðeins við Leif og ákveðið var að ég og krakkarnir myndum skella okkur austur þar sem Leifur var að fara á kvöldvakt og þyrfti þ.a.l. ekki að stelast til að eyða smá tíma með okkur. Við vorum reyndar óvenjulengi að keyra Skeiðarnar… afhverju? jú það voru mörg…
Hveitibrauðsdagarnir…
Á sunnudeginum eftir brúðkaupið skelltum við okkur í sumarbústað í Öndverðarnesi og áttum þar yndislegan tíma. Krakkarnir voru duglegir við að fara út og gott ef þau hafi ekki hreinlega hreinsað allflest berjalyngin á svæðinu enda var úr nægu að velja. Bláber, Krækiber, Hrútaber og Jarðaber.. allt bara með því að hoppa í skó og…
Skyndiákvörðun – Húsafell
Við skelltum okkur í útilegu með Sigurborgu, Tobba, Ingibjörgu og vinafólki þeirra, Hrefnu, Ingvari og Jökli Mána. Förinni var heitið í Húsafell og fundum við yndislegt rjóður og héldum þar okkar eigin litlu útihátíð. Skemmtum okkur konunglega og ekki var leiðinlegur félagsskapurinn. Krökkunum fannst þetta æðislegt og vonandi náum við fleiri tjaldferðum næsta sumar. Það…