Við erum búin að eiga yndislega viku að Eiðum rétt fyrir utan Egilsstaði. Brölluðum ýmislegt á þessari viku, fórum meðal annars í göngu upp að Fardagafossi á afmælisdaginn minn. Oliver gerði nær daglega tilraun til þess að draga eitthvað upp úr Eiðavatni en því miður þá var það eina sem hann veiddi spúna frá öðrum sem gert…
Category: ferðalög
Dagsferð
Við drifum okkur af stað í smá bíltúr í gærmorgun. Reyna að nýta þessar helgar fram að sumarfríi aðeins og láta ekki allan frítíma fara í múrviðgerðir og önnur eins skemmtilegheit! Förinni var heitið austur fyrir fjall, nánar tiltekið í Þjórsárdalinn og aðeins ofar 😉 Háifoss & Granni Við lögðum bílnum á bílastæðinu við…
Þorbjarnarfell & Þjófagjá
Við skelltum okkur í hressandi göngu í dag á Þorbjarnarfell. Vissulega blauta en okkur varð amk ekki kalt! ekki einusinni þegar við sáum í kósí hýsinu í skógræktinni og fengum okkur smá hressingu. Gengum upp í þokuna og sáum varla neitt en fundum á endanum þjófagjánna og sú minnti okkur hún svosannarlega á ævintýri Ronju…
Fjölskyldubrölt
Brölt dagsins var á Hengilssvæðinu, langleiðina inn í Marardal – klárum það einhverntiman í meira logni 😉 SÁ við það að gefast upp þegar við náðum að “gatnamótum” slóðanna upp að Skeggja og inn í Marardal enda hvasst og frekar kalt. Gangan í heild rúmir 6,5km og allir vel vindbarnir þegar við komumst í bílinn…
Helgafell í Mosó
Við skelltum okkur í göngu í dag á Helgafellið í Mosó. Gengum upp brattann sem snýr að Vesturlandsveginum og svo niður í nýja Helgafellshverfið. Oliver þaut upp á undan okkur og Ása fylgdi honum fast á eftir. Sigurborg hefði viljað fylgja en litla hjartað vill vita af okkur í nágrenninu svona á nýju svæði. Lognið…
301/365
Það er eitthvað við þetta móment eftir ferðalag… tilbúnar til að fara aftur í geymsluna…
LONDON (295-300/365)
Við áttum yndislegt vetrarfrí í Lundúnaborg. Þar var fókusinn á krakkahópinn okkar <3 Ása Júlía eeeelskar Harry Potter bækurnar og var aðal tilgangur ferðarinnar að skella sér í Harry Potter safnið í úthverfi London. Við vorum á hóteli sem heitir “Barry House” og er staðsett í 5mín göngufæri við Paddington lestarstöðina. Þetta var nú ekki…
283/365
Í dag spilaði Oliver æfingaleik ásamt félögum sínum í ÍR við Hauka. Þetta var í fyrsta sinn sem sonurinn spilar á fullum velli, rangstaða, línuverðir 11 leikmenn á vellinum – lífið í 4.flokki er aðeins flóknara en áður var. Það er líka hálf skrítið að hugsa til þess að það er ekkert “stórmót” framundan sem…