Stundum nennir maður hreinlega ekki að vinna í þeim verkefnum sem eru í gangi… langar bara að gera eitthvað lítið, einfalt og fljótlegt. Var búin að sjá uppskrift af svona bómullarskífum á Ravelry fyrir löngu og var alltaf að spá í að prufa að skipta úr þessum einnota yfir í svona margnota þannig að kjörið…
Category: daglegt röfl
Gleðilegt ár
Fjölskyldan í K48 óskar ykkur gleðilegs árs 🙂
nomnomnom
Áramótadesertinn í Álfheimunum í okkar höndum líkt og síðustu ár 🙂 Ég var ósköp hugmyndalaus í þetta sinn en datt svo niður á uppskrift á Króm.is að þessari dásemd sem bragðaðist mjög vel – bætti samt smá við, eða bara jarðaberjum, ís er í 99% bestur með ferskum berjum 😉 Skemmdi ekki heldur að þessi…
Það er eitthvað við þetta einfalda
Ég hef lúmskt gaman af því að pakka inn jólapökkum og er stundum með ákveðið “þema” í gangi. í ár var það ósköp einfalt, brúnn plein pappír, rauðir borðar og smá könglaskraut úr Söstrene grene – svo átti ég nokkra svona sæta merkimiða með gamaldags mynd. Þeir dugðu þó ekki á alla pakkana 🙂
nú á ég 2 :)
Fyrir 2 árum kom Oliver með 1 svona sokkasnjókarl heim fyrir jólin og í dag kom Ása Júlía með annan. Finnst þeir alveg dásamlegir og verð að viðurkenna að ég vona eiginlega að Sigurborg Ásta eigi eftir að gera einn til þegar hún fer í 4.bekk 🙂 Mér finnst nefnilega svo dásamlegt að sjá muninn…
Tónleikar Vocal Project
Við skelltum okkur á tónleika áðan hjá kór sem vinafólk okkar er í. Komumst að því að við könnumst við enn fleiri en við vissum af í kórnum sem er bara skemmtilegt. Þetta voru ekki beint jólatónleikar, meira bara almennir kórtónleikar með smá jólaívafi en þau sungu 3-4 jólalög (að uppklappinu meðtöldu!) Skemmtilega öðruvísi lög…
jólakortin… 🤗
stundum er þetta bara málið…
það er að segja að safna perlulistaverkum aðeins upp og strauja svo í magni! í þetta sinn voru þau annsi mörg listaverkin sem voru straujuð 🙂 Dæturnar eru annsi öflugar við þetta og svo bætist í þegar vinkonurnar detta í hús eða frændurnir úr Norðlingaholtinu. Reyni samt yfirleitt að senda það með þeim heim þó…