Ég elska að eiga svona hafrastykki í bakhöndina .. svo auðvelt að gera þau með allskonar mismunandi útfærslum … þetta er með kanil og trönuberjum..
Category: daglegt röfl
13/365
Það var ekki nóg að vera allan daginn í gær í sundi 😉 Skelltum okkur í fjölskyldusund eftir fótboltaleiki sonarins í morgun (Reykjavíkurmót 5fl KK). Barnið er alltaf að!
12/365 svona dagur…
2 hlutar annar byrjaði kl 8 og var búinn um 13 og sá síðari byrjaði kl 15 og var búinn um kl 19 – annsi lýjandi dagur… ótrúlegt hvað það að vera í áhorfendastúkunni í svona röku sundlaugarlofti gerir mann þreyttan. Hvað um það! sonurinn í skýjunum eftir daginn og gekk rosalega vel – enda…
11/365
Oliver er að fara að keppa á Reykjavíkurmótinu í sundi á morgun og er Ægir umsjónarfélag mótsins sem þýðir að við foreldrarnir þurfum að hrissta eitthvað skemmtilegt fram úr ermunum í veitingasölu og svo þeir sem geta/vilja að taka vakt í veitingasölunni. Ég kaus að græja bara köku í veitingasöluna… skellti í köku sem ég…
9/365
Ég fékk Ulluna mína senda í gær og finnst þetta ferlega sniðugt fyrirbæri. Ulla er ss lítið tæki sem maður festir á vatnsflösku/glas með silicon teygju og gefur hún þér merki eftir 40m ef maður hefur ekki fengið sér sopa síðustu 40mín 🙂 Ég er dugleg að vera með vatnsflöskur í vinnunni en á það…
7/365
Við kláruðum að taka niður jólin í kvöld eða þar að segja jólatréið. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið eitt fallegasta tréið sem við höfum verið með. Kannski líka mestu skyndikaupin á tréi þar sem Leifur fékk nett svimakast um leið og við vorum komin inn í Blómaval með krakkaskarann með okkur……
5/365
Við mæðgur skelltum okkur í búðarúnt í dag… skila, skipta, kaupa blah! Sigurborg Ásta var ótrúlega þolinmóð og dugleg í þessum rúmlega 4klst rúnti í mööörgum leiðindar verslunum og röðum 😉 Viðbót í stellið ✓bókin Beint á borðið ✓Útilíf /sundfatnaður✓IKEA ✓Costco✓Bónus✓
4/365
Ég virðist bara safna í bunkann þegar kemur að því að þurfa að ganga frá einhverju… þarna má finna húfu sem ég kláraði milli jóla og ný árs, nokkur misgömul vettlingapör.. held að elsta sé frá í okt! og svo nokkrar nýheklaðar bómullarskífur.. þetta mun allt koma sér vel þegar ég nenni að klára þetta…