Ég verð að viðurkenna að ég var búin að dæma jarðaberjaplönturnar mínar dauðar og hreinlega að þær hefðu drukknað í fyrra enda eru þær bara í potti úti á palli. En þær virðast ætla að hafa það af *jeij*
Category: daglegt röfl
103/365
Kallarnir hans pabba á vorsýningu FÁT eða Félags áhugamanna um tréskurð Ég og krakkarnir kíktum á vorsýninguna hjá þeim sem haldin var í Nethylnum hjá Heimilisiðnaðarfélaginu. Flott sýning og margt skemmtilegt að sjá!
#eibie40
Arnbjörg fagnaði 40 árum í kvöld með svaklegu partýi í miðbæ Reykjavíkur, nánartiltekið á svipuðum slóðum og við vorum að “djamma” á menntaskólaárunum, í “Iðuhúsinu” í sal sem nefndur hefur verið “Tunglið”. Tunglið sáluga var náttrúlega aðalstaðurinn hér áður Dætur hennar og Víkings áttu gjörsamlega kvöldið og skemmtu okkur hinum með dásamlegum skemmtiatriðum eins…
Páskabingó
Ég fór með krakkana í Páskabingó á vegum SFR/Sameyki í dag. Þau voru oft búin að spurja mig síðustu vikur hvort það yrði ekki aftur í ár og hvort við myndum ekki fara þannig að annað var eiginlega ekki hægt Ása Júlía og Oliver voru alveg á því að við skyldum sko EKKI sitja…
101/365
Ekkert lítið sáttur drengur að spila tölvuleik með pabba og félögum.
100/365
og áfram vex “tréið”
99/365
Þessi tími… Oliver stefnir á 2 stórmót í sumar og það krefst ágæts kostnaðar… Fótboltinn á Akureyri í júlí og svo ef honum gengur vel á sundmótum maímánaðar er stórt sundmót AMÍ í júní í Reykjanesbæ.
98/365
Barnamenningarhátíð var sett í dag Í ár er Sigurborg Ásta í barnakórnum. Alveg dásamlegt að mæta í Hörpuna og hlusta á þennan risa barnakór sem sameinast í þessu fallega verki. Hér má sjá þau synja lagið “Eitt barn enn” P