Það hefur staðið til í allt sumar að fara út í Viðey með starfsmannafélaginu í vinnunni hans Leifs. Bara verið að bíða eftir heppilegum degi! Í dag var sumsé dagurinn og áttum við notalegt síðdegi í eyjunni fögru. Hópnum var skipt upp og við selflutt í eyjuna af honum Jóni Svan og hann er alveg…
Category: daglegt röfl
209/365 – Úlfarsfell
Við ákváðum að skella okkur í “smá” göngu eftir vinnu hjá mér í dag <3 Úlfarsfellið varð fyrir valinu, gönguleiðin upp frá leirtjörn í Úlfarsárdalnum. Við gengum fyrst upp á Stóra hnjúk þar sem var hávaða rok en krakkarnir skemmtu sér stórkostlega við “fjúk”leiki á toppnum. Oliver var ekki lengi að finna gestabókina og vildu…
208/365
svalaræktun… prufaði að setja í pott “afgang” af lambhagasalatshaus og voilà 🥗
207/365 Göngutúr í Heiðmörk – Strípshringur
Við skelltum okkur í smá göngutúr í rigningunni í dag – eða þegar til kom var varla nein rigning en ósköp notalegur göngutúr í fallegri náttúru í Heiðmörkinni ❤ Við sáum ýmislegt spennandi á þessum göngutúr en mest spennandi að mati barnanna var að það lítur út fyrir heilmikla berjauppskeru í ágúst! Þau vantar bara…
205/365
Limoncello spritz á svölunum í lok vinnuvikunnar … tvær í vinnunni eru búnar að vera að dásama þennan drykk alveg út í eitt síðan snemma í vor.. verð að viðurkenna að ég er 100% sammála þeim að þessi er muuun betri en Aperol Spritz sem svo margir eru að missa sig yfir…
203/365
Elsku barn – svona smámiðaminningar geta gjörsamlega brættmann!
202/365 hvaða dúskur…
201/365
Þessar eru ótrúlega stórar undanfarið…