þessi er alveg að verða tilbúin 🧶 Bagamoyo heitir þessi og ég bara “gat” ekki sleppt henni þegar ég rakst á mynd af henni frá höfundi á Instagram. Reyndar búin að vera að vinna í henni í allt sumar en vonandi fer þessari vinnu að ljúka… Skelli inn betri upplýsingum á Ravelry.
Category: daglegt röfl
237/365
236/365
Veit ekki hvort ég sé tilbúin til þess að eiga 3 skólabörn! En í dag var sumsé fyrsti skóladagurinn hjá þeim öllum 3 🙂 Ása og Olli byrjuðu fyrir helgi.
235/365
Rútínan er alveg að fara að komast á hreint. Stundatöflur krakkanna allar komnar upp og þá er bara að bíða eftir að fótboltinn komi með sitt plan þá eru allar “dagskrár” komnar á blað 🙂 Krökkunum þykir svona sýnileg vikudagskrá langbest og ég er ekki frá því að þetta létti á okkur öllum til að…
234/365
Enn hægt að kúra á mömmu 12 árum síðar. Í þau skipti sem við mæðginin gerumst smá sófakartöflur og kíkjum á einn lögguþátt saman þá finnst honum fátt notalegra en að kúrast á mér.
233/365
232/365
staðan á húsnæði Seljaskóla við skólasetningu 2-10 bekkjar. Ég bara gat ekki sleppt því að skella þessu hingað inn sem mynd dagsins. Ég er svo sorgmædd yfir þeirri staðreynd að húsnæðið sé ekki lengra komið. Geri mér grein fyrir því að þarna er um mikið verk að ræða en þegar ég hef góðar heimildir fyrir…
229/365
nýtt rúm! ó hvað það er kominn tími á það fyrir elsku Ásu Júlíu. Við ákváðum að kaupa bara “box” dýnu fyrir hana í stað þess að kaupa rúm með skúffurúmmi eins og mig langaði að gera. Herbergið hennar ber vel að taka rúm sem er 120cm á breidd þannig að svo varð úr þannig…