Við mæðgur eigum þetta stundum til…
Category: daglegt röfl
247/365 happy hour
Öðru hvoru gerir stelpuhópurinn í vinnunni sér glaðan dag og skellir sér á happy hour á Slippbarnum … stelpurnar segi ég því strákarnir eru alltof sjaldséðir gestir (og ég reyndar líka). En í þetta sinn var smá tilefni sem var samt ekki beint skemmtilegt fyrir okkur hin en við vorum að kveðja hana Siggu Sála…
246/365
Krakkarnir í Seljaskóla eru að búa til allskonar geimverur í textílsmiðju þessa dagana eða þeir krakkar sem eru í Textíl þessa dagana. Ása Júlía er í þeim hópi og útbjó svona skemmtilega rauða veru. Viðbót 17.sept! það er komin færsla inn á facebook síðu Seljaskóla þar sem sjá má fleiri verur 🙂 sjá hér
243/365 þessir litir
Ég elska litadýrð haustsins
242/365
Við skelltum okkur í berjamó í dag. Bara rétt svo til þess að tína nokkur ber út á skyr 😉 Höfum farið nokkrum sinnum upp að gamla skíðaskálanum i Skálafelli sem reyndar er ekki til staðar lengur nema rétt grunnurinn/kjallarinn sem var eini steypti hlutinn 😉 Það var reyndar augljóst að við vorum ekki þau…
241/365
í dag var afmælishátíð Seljaskóla en skólinn er víst jafnaldri okkar Leifs 🙂 Ýmislegt var hægt að bralla eins og t.d. að grilla brauð á “teini” eins og feðginin eru að gera á myndinni hér til hliðar. Ása Júlía og vinkonur stigu á svið með skólakórnum og sungu nokkur lög. Stelpur í unglingadeildinni sáu um…
240/365
Elsku fallega stelpan mín fékk að bjóða “BFF” hópnum sínum á Angry Birds 2 í bíó í tilefni 10 ára afmælisins síns ♡ Henni fannst þessi dagur æði og var í skýjunum með bíóferðina og hugulsemina í gjafavali frá vinkonunum <3
239/365
þessir 2 birtust á borðinu hans Leifs í vinnunni með skilaboðum um að vera færð leiðtoga hans og Leifur kom með þá til mín – voru þetta dulin skilaboð eða ?