Heimalestur með litlum voffa 😉 Henni fer stöðugt fram og er ótrúlega öflug í lestrinum. Það er samt greinilegt að ekki má fara of seint af stað því þá kemur frk “éggetekki” fram á sjónarsviðið og allt er ó svo erfitt 😉
Category: daglegt röfl
277/365
Við Sigurborg Ásta nældum okkur í þessa viðbjóðs pest sem er að ganga. Reyndar þá tók hún gærkvöldið og fram á nótt og var svo alveg eins og hún á að sér að vera í morgun. Ég hinsvegar byrjaði undir morgun og var handónýt í allan dag. Sé ekki einusinni fram á að mæta til…
276/365
Ása og Olli voru bæði á sundmóti í dag og stóðu sig bæði með prýði. Oliver keppti reyndar bara fyrir hádegið en mætti á bakkann til að styðja systur sína eftir hádegið og tók með þeim rútínuna í upphitun. Það er alveg óhætt að segja að þetta er glæsilegur hópur og standa sig mjög vel.
274+5/365
Fjáröflun í sundinu var í gangi í síðustu viku og ég náði í pöntunina áðan… sheize! þetta magn! Hvað eru annars 48kg af gulrótum á milli vina? fékk að heyra það að við værum söluhæst og ég hefði getað selt meira *jæks* Það var nú ekki amalegt að geta svo nýtt eina ferð í að…
273/365
272/365
Ég fékk þessa fallegu litlu Kólusa í lok ágúst og þeir hafa heldur betur sprottið á þessum rúma mánuði sem þeir hafa búið í K48. Þarf samt eiginlega að fara að huga að því að setja þá saman í pott og stærri pott líka.
271/365
Reyniber eru alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér – dásamlegt þegar þau standa ein eftir á trjánum <3
270/365
Dagsverkin í Birtingaholtinu 🙂 Betra seint en aldrei og var dagurinn nýttur í að taka upp það sem eftir var í kartöflugarðinum hjá foreldrum mínum. Krakkarnir eru rosalega dugleg í þessum verkum og njóta sín í botn að aðstoða ömmu og afa.