Duglega litla skólastelpan mín tekur svo miklum framförum í lestri með hverri vikunni. Hún biður um að fá að lesa aukalega fyrir okkur og spænir upp hverja bókina á fætur annarri í léttlestrarbókunum sem eru í boði í skólanum.
Category: daglegt röfl
285/365
staðan í dag *jeij* eða ekki þetta er viðbjóður!
284/365
Ása Júlía kom til mín um daginn og bað um að fá að fara í prufu fyrir Kardemommubæinn – það voru nefnilega “allar” vinkonurnar að fara í áheyrnarprufur 🙂 Þetta var auðleyst, bara skrá dömuna og senda mynd. Hún var svo boðuð í prufu sem var í morgun. Svo skemmtilega vildi til að 3 af…
283/365
Í dag spilaði Oliver æfingaleik ásamt félögum sínum í ÍR við Hauka. Þetta var í fyrsta sinn sem sonurinn spilar á fullum velli, rangstaða, línuverðir 11 leikmenn á vellinum – lífið í 4.flokki er aðeins flóknara en áður var. Það er líka hálf skrítið að hugsa til þess að það er ekkert “stórmót” framundan sem…
282/365
Ég hef vanið mig á það að hengja nælurnar sem ég hef keypt til styrktar bleiku slaufunni alltaf á sama stað – eða nælt þær í ákv körfu sem ég á og verð eiginlega að viðurkenna að mér finnst hálf dapurlegt að í ár sé ekki næla, vissulega er hálsmenið fallegt en ég þarf greinilega…
281/365
Fyrsta skólaballið framundan hjá Ásu minni. Það er þema í gangi sem vísar í foreldra og eiga krakkarnir að mæta í fötum af foreldrum sínum. Verð að viðurkenna að það er ekkert til hérna heima sem gengur auðveldlega á hana Ásu mína en við redduðum okkur 😉 Mér finnst enn svo fyndið hvað hún og…
280/365
Ég hef alltaf verð algjör pennaperri. Finnst fátt betra en að eiga smá úrval af góðum pennum. það er líka svooo miklu betra og auðveldara að skipuleggja í litum. Ég er sumsé að fylla út í skóladagbókina mína 😛 Munar öllu að vera með nóg úrval!
279/365
Ég hef lítið verið að tjá mig um það en ég dreif mig í nám nú á haustmánuðum í HÍ. Svokallað diplomanám í Heilbrigðisgagnafræði sem er nýtt nám byggt á gömlum grunni Læknaritaranámsins í FÁ. Fyrsta sinn sem þetta er kennt núna og verður áhugavert að sjá hvað verður úr. Í dag var komið að…