Ég hef reynt að koma með eitthvað sniðugt á hlaðborð þegar bekkjarskemmtanir hafa verið í kringum hrekkjavökuna hjá krökkunum. Ég hef útbúið blóðugt popp, rice crispies skrímsli og nú “notaða eyrnapinna” girnilegt ekki satt? Merkilegt nokk þá er þetta bara karamella og litlir sykurpúðar sem búið er að þræða upp á pinna þannig að þeir…
Category: daglegt röfl
306/365
Stundum er bara smá dekur málið 🙂 Ég var mun duglegri að lakka á mér neglurnar hérna fyrir þónokkuð mörgum árum síðan. Átti líka annsi myndarlegt safn af naglalökkum enda mörg þeirra keypt þegar ég var hjá Ástu frænku 1999 á mun lægra verði heldur en býðst hér á klakanum. Ég er mjög hrifin af…
305/365
Fyrir nokkru síðan sá ég meðmæli með ákveðnu súkkulaði frá vinkonu minni á facebook. Hún hafði keypt það í Glasgow minnir mig fyrir rúmu ári síðan en ég verð að viðurkenna að ég var ekkert súper spennt fyrir því, það hljómaði ekkert súper vel! En þegar ég sá það í nammirekkananum í einni búðinni í…
304/365
Við Leifur skelltum okkur á konfektnámskeið ásamt nokkrum úr vinnunni hans Leifs. Halldór súkkulaðimeistari sá um að leiðbeina hópnum að tengjast súkkulaðinu tilfinningaböndum eða það er það sem við tókum með eftir kvöldið *haha* Við gerðum 2 tegundir af fyllingum, önnur var með sjávarsaltstamarimöndlufyllingu en hin var með ákavítisblöndu. Mínir voru reyndar allir fylltir með…
303/365
að rekja upp er góð skemmtun! Sagði enginn aldrei… En það er samt skárra en að vera í endalausri fýlu út í verkefnið eins og ég er búin að vera lengi. Ég man ekki einusinni hvenær ég byrjaði á þessu blessaða sjali en það mun verða fallegt og skemmtilegt þegar ég klára það og fullkomið…
302/365
Hrekkjavökuball hjá 1. bekk í dag Sigurborgu Ástu til mikillar gleði. Undantekningarlaust vilja gormarnir mínir fá “blóð” og nóg af því þegar þessi böll eru í gangi og það var auðvitað málið í dag líka. Útkoman varð því mannætuljón!
301/365
Það er eitthvað við þetta móment eftir ferðalag… tilbúnar til að fara aftur í geymsluna…
LONDON (295-300/365)
Við áttum yndislegt vetrarfrí í Lundúnaborg. Þar var fókusinn á krakkahópinn okkar <3 Ása Júlía eeeelskar Harry Potter bækurnar og var aðal tilgangur ferðarinnar að skella sér í Harry Potter safnið í úthverfi London. Við vorum á hóteli sem heitir “Barry House” og er staðsett í 5mín göngufæri við Paddington lestarstöðina. Þetta var nú ekki…