Sumt er auðvelt að vinna sér í haginn með fyrir afmæli og veisluhöld… Rice Crispies kökur eru þar á meðal, snilld að græja þær og skella bara í frystinn, ekki það að þær taki tíma heldur bara eru þær smá föndur sem mér finnst oft betra að vera laus við þegar styttist í afmælisveislur.
Category: daglegt röfl
314/365
Fyrr í haust fór mamma til læknis og óskaði eftir því að komast í brjóstamyndatöku þar sem blaðra sem hún fann fyrir ári síðan og átti skv öllu að “hverfa” með tímanum var enn til staðar. Eftir þá myndatöku og sýnatöku hjá Krabbameinsfélaginu var ákveðið að fjarlægja blöðruna svo hún yrði ekki til ama fyrst…
313/365
Systurnar eru stundum svolítið fyndnar… Ása var alveg iðandi í skinninu í gjafavöruversluninni í Harry Pottersafninu að kaupa sér eitthvað sniðugt. Úr varð að hún keypti sér svona hálsmen. Henni fannst það æði og hefur oft verið með það um hálsinn síðan við komum heim. Sigurborg Ásta mátti eiginlega ekki vera minni manneskja og keypti…
312/365
Við eigum góða vini sem eru jafn hrifin af indverskum mat og við… etv jafnvel hrifnari! Plötuðum þau í heimsókn í dag undir því yfirskini að borða saman… eða sko við sáum um að græja hráefnið en þau aðstoðu okkur við matseldina og sköffuðu kryddblöndur Úr varð nokkrir mismunandi réttir, meðal annars grænmetisréttur. Þetta…
311/365
Heimalestur – eins gaman og það er að fylgjast með stubbunum fara fram í lestri þá verður að viðurkennast að stundum þá væri gaman að sjá einhverja bara smá fjölbreytni í bókunum sem eru í vali fyrir þau. Ég er að hlusta á sömu bækurnar í 3ja sinn og við erum alltaf að verða spenntari…
310/365
Mamma hefur verið með sömu kanilsykurdolluna frá því að ég man eftir mér, bara mixað nýja blöndu eftir því sem þurfti. Mig langaði alltaf að eignast eina þegar ég myndi byrja að búa. Viti menn eitt af því sem ég keypti “í búið” fyrrihluta dvalarinnar okkar í Danmörku var þessi staukur og hefur hann fylgt…
309/365 merkingar…
Ég hef alltaf lagt mikið uppúr því að merkja föt krakkana, þá sérstaklega þau föt sem geta mögulega farið á flakk. Er ekki mikið í því að merkja venjulegar buxur, peysur/boli en allt sem þau eiga það til að fara úr. Finnst það samt svo sorglegt hvað þessar fáu flíkur sem hafa tapast hér hafa…
308/365
Krabbameinsfélagið ákvað í ár að gefa öllum konum fæddum 1979 fría brjóstamyndatöku enda er það svo að árið sem maður verður 40 ára er fyrsta árið sem boðun í brjóstamyndatöku er almenn. Ég pantaði mér tíma snemma í haust en tímasetningar henntuðu ekki fyrr en núna þannig að í dag nýtti ég fertugsgjöfina frá krabbameinsfélaginu…