það er eitthvað svo róandi við það að raða þessum litlu plasttúbum á spjald og ekki skemmir þegar það endar á fallegan máta eins og þessi jólatré gera eða krúttlegt eins og snjókarlinn hennar Ásu 🙂
Category: daglegt röfl
337/365
Vinasel er með þau fyrirmæli að Sigurborg Ásta má labba ein heim ef enginn er búinn að sækja hana kl 17. Það þýðir líka að einhver er heima eða að við séum að koma heim á sama tíma og hún. Í dag var samt í fyrsta skipti sem ég lét reyna á þetta… Var að…
Þarf ekki að vera flókið
til þess að gleðja yngstu kynslóðina. Heitt súkkulaði, sykurpúðar og smákökur í lok dags áður en bælið kallar á okkur <3
336/365
Það er skemmtileg hefð í Seljaskóla meðal yngsta stigs að bjóða foreldrum að koma og mála piparkökur með krökkunum. 1.bekkur var með sinn dag í dag mættum við Mæðgur sprækar í morgunsárið í Ask (matsalinn) og áttum saman notalega stund að mála piparkökur með vinkonum Sigurborgar og foreldrum þeirra.
335/365
Við erum með “samverudagatal” í gangi alltaf í desember – krakkarnir eru enn spennt fyrir því að vita hvað fjölskyldan ætlar að gera saman á Aðventunni, það heyrist reyndar stundum í þessum alvegaðverðatáningur “má ég sleppa þessu?” en það er líka bara allt í lagi, ekki alltaf hægt að gera öllum til geðs. En í…
334/365
Það hafðist! Þrátt fyrir ýmsar yfirlýsingar um að ég myndi líklegast ekki vefja krans í ár vegna anna í skólanum þá eiginlega gafst ég upp og hennti í einn slíkann í kvöld. Vissulega hefur hann oft verið fallegri en það hafðist engu að síður og ég er bara sátt. Neitaði hinsvegar algjörlega að skreyta kransinn…
333/365
Sigurborg Ásta kom sér vel fyrir á hliðarlínunni á leik bróður síns í dag. Fannst afskaplega notalegt að liggja þarna í kuldagallanum sínum og fylgjast með strákunum spretta á milli markanna 😉
332/365
skiliddiggi.. kemur hann þá einhverntíman næsta sólarhringinn ???