Iðipiði, vorum að setja inn uppskriftina af sterka kjúllanum – bara fyrir þig!!
Author: Leifur
Bráðum kemur betri tíð
Úff, það er búið að vera svo kalt hérna undanfarið. Ofninn uppi á lofti hefur aldrei ráðið við kuldann og nú er ofninn inní svefnherbergi hættur að ráða við álagið. Við heyrðum að það hefði verið 15 °C hiti á Akureyri í síðustu viku :hmm: Annars lofaði einn prófessorinn minn áðan að það yrði komið…
það hafðist!
Jæja þá erum við loksins búin að fá blessað sjónvarpið í gang. Eða það er að segja getum tengt tölvuna við sjónvarpið og skoðað DVD í lit. Áður var það bara svarthvítt. DR1 er reyndar ennþá í snjókomu, en það er seinnitímavandamál. Erum alltaf á leiðinni að kaupa almennilega fjarstýringu af þessu sjónvarpi svo þá…
Stubbarnir
Stubbarnir búa í eldhúsinu okkar. Við erum alveg viss um það. Allavega finnur maður lyktina af þeim þegar maður opnar ruslaskápinn í eldhúsinu. “Sambýlingar okkar” reykja hræðilega mikið og tæma öskubakkana oftast í ruslið eftir vikuna.. en sú fýla.
Tónleikar
Við vorum að kaupa okkur miða á tónleika! 🙂
BIRTHDAY BOY!!
Þetta sendi Haffi Brickmaster á allt starfsliðið við eftirlit og stjórnun á Kárahnjúkasvæðinu!!! Shæse. Dear diary Today 13. June 2005, Leifur Skúlason, filling inspector extraordinary is having his birthday. It is to this precise moment 26 years and 9 months that the unexplainable mating habits of the second smartest mammal (after me) took place in…
Steypukall
Hérna á Kárahnjúkum er aðal sportið að grauta eftirlitsmenn. Svona lítur grautaður eftirlitsmaður út. Ég hefði grunað þá um að hafa gert þetta viljandi nema fyrir það að sitthvoru megin við mig stóðu Guðmundur staðarstjóri og Grétar yfirverkstjóri. Það fór grautur á hverja einustu flík sem ég var í, meira að segja nærbuxurnar. Ein stelpan…
Kárahnjúkapistill
Nú er ég búinn að vera hér á Kárahnjúkum í rúma viku. Ég er eftirlitsmaður með stíflugerð í Sauðárdal og Desjará. Hér er gott að vera, skemmtilegt fólk og gott félagslíf. Ég er búinn að haga mér eins og hálfgerður túristi, búinn að vera að rúnta um allt svæðið og skoða og taka myndir. Hér…