Author: Leifur
Myndir af Búðarhálsi
Ég er búinn að setja inn nokkrar valdar myndir af Búðarhálsi síðan í sumar og fram að áramótum. http://public.fotki.com/dagnyogleifur/barhls-2011-/
Völva Kjánaprik.is
VIÐVÖRUN! Innihald þessarar færslu gæti flokkast sem pólitísk. Færsla þessi gæti einnig innihaldið móðgandi efni. Einnig var þessi færsla send út sem tölvupóstur á afkomendur Tangagötu 13 🙂 Hæ, Hér er Völvuspá LS fyrir árið 2011. Að þessu sinni er aðeins spáð fyrir um atburði á innlendum vetvangi svo þetta verði ekki of langt. Ég…
Lögreglan að fara á taugum við gosstöðvarnar
Hér er ágæt dæmisaga af ruglinu og paranojunni sem hafa einkennt viðbrögð yfirvalda frá upphafi goss. Tek það fram að þetta er skrifað af reyndum fjallaleiðsögumanni en ekki einhverjum vitleysingi. Yfirvöld hafa ítrekað bannað ferðir vegna meintar hættu sem þeir geta ekki skilgreint og sem augljóslega byggir á misskilningi og vankunnáttu þeirra, sbr. þegar þeir…
Gengið upp að gosstöðvunum
Á þriðjudaginn s.l. gengum við (Leifur) Gunnar bróðir Fimmvörðuháls ásamt Hallvarði á Hnit, Arngrími vini Gunnars, Elíasi bróður Evu og Þóri Steinari frænda Dagnýjar. Við lögðum af stað frá Skógum uppúr kl. 11. Okkur leist ekkert allt of vel á hitastigið því það var skítkalt við Skóga. Veðrið var samt mjög fallegt og okkur hlýnaði fljótt…
Sandey myndast í Hálslóni
Áðan fórum við Björk uppá Sandfell. Við gengum upp þurrum fótum. Þegar við komum upp endurnefndum við fellið Sandey og komum fyrir skilti til merkis um það. Þegar við komum niður aftur um hálftíma síðar þurftum við að fara úr sokkum og skóm til að vaða í land. Við vorum því síðasta fólkið til að…
Vetur konungur
Haldiði ekki að það sé snjóbylur úti. Það mætti halda að það væri janúar en ekki júní. Svoldið erfitt að fá svona veður eftir að hafa verið í stuttbuxum síðustu vikurnar í danaveldi, en svona er þetta. smá sýnishorn (smellið á myndirnar fyrir stærri útgáfu)
Fréttir af Kárahnjúkum
Jæja þá er fyrsta vikan á Kárahnjúkum að verða búin. Hér er mestmegnis sama fólkið og í fyrra. Það er gaman að hitta liðið aftur eftir níu mánaða “frí”. Ég var á dagvakt í nótt en skipti á næturvakt í kvöld svo þetta verður ansi langur vinnudagur hjé mér eða 22 tímar með tveggja tíma…