Pabbi slær ekki slöku við og er endalaust að framleiða nýjar týpur af sveinum já og öðrum köllum 🙂 Mér skilst að hann sé búinn að tálga og gefa yfir 2000stk í ár og þar af eru flestir ómálaðir og gefnir til m.a. MS setursins þar sem þeir eru málaðir og svo seldir á jólabasar…
Author: siminn
tilraun í smákökubakstri…
Alltaf tignarleg
busy
Ása Júlía tók þátt í danssýningu ásamt hinum krökkunum í hópnum sínum hjá Danskennarafélagi Íslands í Hörpunni í dag. Við mæðgur tókum daginn í Hörpunni á meðan feðgarnir fóru á fótboltamót og enduðum svo öll saman í jólaboði í Hafnarfirðinum 🙂
Á fyndnustu ruslatunnuna… minitunna!
Ég átti svolítið erfitt með að springa ekki úr hlátri þegar ég sá nýjasta útspilið hjá Rvk borg í dag… Við höfum nefnilega verið með 1 bláa tunnu og 1 græna tunnu (sem er tæmd sjaldnar en sú gráa venjulega) en þeir eru að breyta fyrirkomulaginu hjá sér og í stað grænu tunnunnar fengum við…
Skátakynning við Andapollinn
Við kíktum á kynningu á skátafélaginu Segull niðri við Andapoll fyrr í dag 🙂 Krökkunum fannst þetta virkilega spennandi og bara gaman að fá að grilla pylsu yfir eldi og sykurpúða sem þau fengu eftir að hafa leyst nokkrar þrautir.
Skólastelpan
Eins ótrúlegt og það er þá brestur víst á eftir helgina að eiga 2 skólabörn en bara 1 leikskólabarn… það verður skrítið 🙂 Ása Júlía mætti með köku inn á kaffistofu kennaranna á Austurborg í dag til að þakka fyrir sig 🙂 útbjó köku af eldhússögur með smá twisti… þ.e. notaði ekki botnana í uppskriftinni…