Foreldraráðið í flokknum hans Olla í fótboltanum var með smá gleði fyrir strákana (og systkinin) í dag. Loftboltar! en foreldrar eins í hópnum (sem er reyndar líka bekkjarbróðir Olla) eiga þetta batterí. Krakkarnir skemmtu sér stórkostlega vel 🙂 Sigurborgu fannst voða sport að rúlla nokkra hringi inni í einum. Ása Júlía skoppaði þarna um líka…
Author: siminn
*hahaha*
Það er ákveðinn húmor að fá svona bréf akkúrat þegar ég er í hnerrakasti vegna birki- og grasfrjókorna… En alveg sjálfsagt að vera með 🙂
virðing
Það var eitthvað við það að sjá öll þessi hjól fyrir utan Hallgrímskirkju í dag þegar við kvöddum Rikka frænda. Virkilega falleg athöfn sem Lögreglumenn áttu stóran þátt í með Heiðursverði, söng og nærveru.
Hjólagarparnir mínir hita upp fyrir hjólasumar
Alveg frá því í fyrra sumar hefur Oliver talað um að fara aftur í svona “stóran hjólatúr“. Sem ætti alveg að geta gengið upp í sumar þar sem við erum búin að vera dugleg að “þjálfa Ásu” upp í lengri hjólaferðir undanfarið 😉 Sigurborg Ásta elskar að sitja í stólnum á hjólunum okkar Leifs þannig…
Flottar frænkur
Við kláruðum dansveturinn með stæl á danssýningu í dag. Ása Júlía bauð ömmum sínum, öfum, Sigurborgu frænku & Ingibjörgu með á sýninguna og voru þær frænkur alveg heillaðar. Svo skemmtilega vill reyndar til að nágranni tengdó er einn af flottustu dönsurum skólans og sýndi hann þarna nokkra velvalda dansa með dansdömunni sinni og urðu þær…
Fyrsti hjólatúr ársins ♡
Við Oliver vorum nokkuð dugleg síðasta sumar að hjóla niður í Elliðárdal og fórum líka einn risa hjólatúr alla leið vestur í bæ til mömmu og pabba 🙂 Fyrsti hjólatúrinn byrjaði reyndar með klassískum göngutúr út á bensínstöð til þess að bæta lofti í dekkin á mínu hjóli… pumpan er einhverstaðar vel falin… Hjóluðum svo…
Prjón – Eivör á Ingibjörgu
Síðasta sumar prjónaði ég peysu á Ásu Júlíu eftir uppskrift sem heitir Eivör. Ég heillaðist fljótt af þessari fallegu peysu og möguleikunum sem hún býður upp á. Fljótlega eftir að ég kláraði peysuna hennar Ásu Júlíu ákvað ég að ég ætlaði að gera aðra eins á Ingibjörgu frænku og Sigurborgu Ástu, kosturinn er samt sá…