af Mors Brune – alltaf jafn gómsætar 🙂
Author: siminn
möndlur
Ég dreif mig loksins í að prufa að gera svona brenndar möndlur. Fékk einhverntíma uppskrift sem ég átti alltaf eftir að prófa en fannst hálf skrítið að ekki er ögn af kanil í henni og mér finnst ilmurinn af þessum brenndu möndlum sem eru seldar á götum úti vera alltaf með svo ríkjandi kanil þannig…
jóló
Við nýttum tækifærið áðan og splæstum í 1 stk jólatré. Reyndar var það partur af árlegu samverudagatali sem við erum með í desember 🙂 Ásu og Olla fannst nú ekki leiðinlegt að hjálpa stráknum í Garðheimum að draga tréið í gegnum netið 🙂
Origami á Sólheimum
Lionsklúbburinn hans pabba fer austur á Sólheima fyrsta sunnudag í desember ár hvert. Í ár buðu þau okkur með. Við hittumst í Lágmúlanum og fórum austur í rútu sem krökkunum fannst svakalega mikið sport. Heimsóknin hófst á hádegisverði með íbúum Sólheima. Fyrstaflokks hangikjötsveisla með öllu tilheyrandi. Eftir hádegisverðinn fórum við niður að Ægisbúð (húsnæði sem…
Gaman að sjá hverju von er á :)
á Suðurleið – ferðasaga partur 8
Við lögðum af stað rétt eftir hádegið frá Siglufirði. Ákváðum að fara nýja leið sem Maggi og Elsa bentu okkur á og keyrðum yfir Þverárfjallsveg sem skv þeim er eitthvað styttri en “gamla leiðin”. Ákváðum að stoppa þar í smá picknick við eyðibýli sem heitir Illugastaðir. Fallegt bæjarstæði aðeins upp í brekku með litlum læk…
útilega ofl
Við skelltum okkur í útilegu um helgina á tjaldstæðinu á Selfossi – ekki bara upp á gleðina og gamanið að gera þó heldur til að sleppa við að vera stöðugt að keyra á milli RVK og Selfoss! Hversvegna vorum við á Selfossi? jú Oliver var að keppa í fótbolta *wooohoo* Keppnin byrjaði að morgni laugardags…
Spennandiiii
í dag opnaði fyrsta blómstrið á jarðaberjaplöntunum úti á palli sig. Miðað við knúmpana sem eru þarna hjá þá lítur þetta bara nokkuð vel út 🙂