Það var bara gaman að vakna upp í morgun og sjá allan þennan fallega snjó út um allt.. óskrifaður strigi í byrjun dags sem breyttist auðvitað við leik hjá yngstu kynslóðinni og mokstur hjá þeirri eldri. Leifur var staddur í Landssveitinni með félögum sínum þannig að ég og krakkarnir tókum slurk í að moka innkeyrsluna…
Author: siminn
Og herða aðeins meira…
Það er loksins að koma að því að setja upp stigann heima, styttist óðum í að komin séu 4 ár frá því að við fengum K48 afh. og fluttum inn áður en vikan var liðin. Leifur var alltaf á því að klára þetta blessaða loft sem fyrst en það er víst hægara sagt en gert…
Bingókvöld
Við Sirrý vinkona skelltum okkur í mat á Sæta Svínið og bingó með Siggu Kling í framhaldinu – mikið sem við skemmtum okkur vel! Vá hvað þetta var gaman 😉 Mæli með því að kíkja ef þú fílar fíflaganginn í Siggu Kling, hún er náttrúlega bara eðal skemmtun út af fyrir sig 🙂 Dró þetta…
6barna helgi
Við vorum með strákana úr Norðlingaholtinu hjá okkur frá föstudagseftirmiðdegi og þar til í morgun – þannig að óhætt er að segja að í húsinu hafi verið aldeilis líf og fjör. HI, Olli og Leifur byrjuðu á nýrri lego “bíómynd”. HI er með app í iPadinum þar sem hann raðar saman myndum sem teknar eru…
Flugeldakaup
jólin
Allt frá því að Skottuborg fæddist höfum við haldið Aðfangadag hérna heima í K48. Foreldrar mínir koma til okkar og við njótum þess að vera til og borða góðan mat 🙂 Hefðirnar sem Leifur vill halda í eru fleiri en þær sem ég hef þannig að etv má segja að þau séu svolítið í anda…
Súkkulaði sæla
Partur af samverudagatalinu okkar í ár var að súkkulaðihjúpa og skreyta pretzels fyrir jólaballið í skólanum sem er einmitt á morgun 🙂 Sigurborg var mest í því að setja kökuskraut á súkkulaðið og Olli var alveg á því að þær ættu að vera alhjúpaðar – Ása Júlía var auðvitað í því að gera þær bara…
Nýjasta snilldin frá pabba.
Nýjasta snilldin frá pabba er að slá í gegn 😉 ég hef heyrt af konum stoppuðum úti á götu til þess að hrósa þeim og ein hafði spurt Ástu frænku úti í búð í San Antonio hvar hún gæti eigilega fengið svona 🙂 Gaman að þessu.